Varað við nýrri hrinu tölvuárása Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 17:52 Smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi. vísir/getty Ekki hafa borist upplýsingar um tölvuárásir hér á landi líkt og gerðar voru í nokkrum Evrópulöndum í dag. Póst- og fjarskiptastofnun sér hins vegar ástæðu til þess að vara við slíkum árásum og biður fólk um að láta verði það fyrir tölvuárás. Um er að ræða nýtt afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu „Petya“. Búnaðurinn hefur herjað á tölvukerfi í nokkrum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi. Spilliforritið er gagnagíslataka þannig að gögn viðkomandi tölvu eru dulkóðuð og krafist er lausnargjalds í skiptum fyrir gögnin. Stofnunin segir að vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry, sem fréttir bárust af í síðasta mánuði, en Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslu sem lokar þeirri smitleið. Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir að smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi, en að vitað sé til þess að óværunni hafi verið dreift með viðhengi í tölvupósti. Netöryggissveitin óskar eftir tilkynningum um atvik sem kunna að eiga sér stað á netfangið cert@cert.is. Tölvupóstunum skuli fylgja sem ítarlegastar upplýsingar, til að mynda fjárkúgunarbréf og spillikóða. Þá mælir Póst- og fjarskiptastofnun með að gætt sé að því að:Afritataka sé trygg og regluleg svo viðkvæm gögn tapist ekki í árásum sem þessum. Afrit skal helst geyma þannig að þau séu ekki tengd við tölvur eða net.Stýrikerfi og varnarbúnaður svo sem vírusvarnir séu uppfærð með nýjustu öryggisuppfærslum frá framleiðendum.Að ekki sé smellt á viðhengi eða hlekki sem koma í óumbeðnum tölvupósti, burtséð frá því hvort sendanda sé treyst eða ekki.Ef sýking finnst skal tilkynna það til CERT-ÍSEf tölva reynist sýkt skal taka hana úr sambandi við netið strax, bæði netsnúru og WiFi. Annars er hætt við að hún sýki aðrar tölvur.Mikilvægt er að tilkynna smit til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Vinsamlega sendið tilkynningar á netfangið cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509.Í tilkynningunni komi fram hver varð fyrir árás, hvaða stýrikerfi er um að ræða, hvernig afleiðingarnar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og tölvupóstur tengiliðar.Vefsíða netöryggissveitarinnar er á www.cert.is . Þar er að finna tæknilegar upplýsingar sem tengjast árásinni,að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar. Tengdar fréttir Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ekki hafa borist upplýsingar um tölvuárásir hér á landi líkt og gerðar voru í nokkrum Evrópulöndum í dag. Póst- og fjarskiptastofnun sér hins vegar ástæðu til þess að vara við slíkum árásum og biður fólk um að láta verði það fyrir tölvuárás. Um er að ræða nýtt afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu „Petya“. Búnaðurinn hefur herjað á tölvukerfi í nokkrum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi. Spilliforritið er gagnagíslataka þannig að gögn viðkomandi tölvu eru dulkóðuð og krafist er lausnargjalds í skiptum fyrir gögnin. Stofnunin segir að vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry, sem fréttir bárust af í síðasta mánuði, en Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslu sem lokar þeirri smitleið. Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir að smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi, en að vitað sé til þess að óværunni hafi verið dreift með viðhengi í tölvupósti. Netöryggissveitin óskar eftir tilkynningum um atvik sem kunna að eiga sér stað á netfangið cert@cert.is. Tölvupóstunum skuli fylgja sem ítarlegastar upplýsingar, til að mynda fjárkúgunarbréf og spillikóða. Þá mælir Póst- og fjarskiptastofnun með að gætt sé að því að:Afritataka sé trygg og regluleg svo viðkvæm gögn tapist ekki í árásum sem þessum. Afrit skal helst geyma þannig að þau séu ekki tengd við tölvur eða net.Stýrikerfi og varnarbúnaður svo sem vírusvarnir séu uppfærð með nýjustu öryggisuppfærslum frá framleiðendum.Að ekki sé smellt á viðhengi eða hlekki sem koma í óumbeðnum tölvupósti, burtséð frá því hvort sendanda sé treyst eða ekki.Ef sýking finnst skal tilkynna það til CERT-ÍSEf tölva reynist sýkt skal taka hana úr sambandi við netið strax, bæði netsnúru og WiFi. Annars er hætt við að hún sýki aðrar tölvur.Mikilvægt er að tilkynna smit til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Vinsamlega sendið tilkynningar á netfangið cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509.Í tilkynningunni komi fram hver varð fyrir árás, hvaða stýrikerfi er um að ræða, hvernig afleiðingarnar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og tölvupóstur tengiliðar.Vefsíða netöryggissveitarinnar er á www.cert.is . Þar er að finna tæknilegar upplýsingar sem tengjast árásinni,að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.
Tengdar fréttir Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41