Alþjóða lyfjaeftirlitið, WADA, hefur gefið rússneska lyfjaeftirlitinu leyfi til þess að lyfjaprófa sitt fólk á ný en þó undir eftirliti.
Starfsemi rússneska lyfjaeftirlitsins var stöðvuð árið 2015 er upp komst um skipulagt lyfjasvindl Rússa.
Breska lyfjaeftirlitið mun fylgjast með því að allt verði með felldu í lyfjaprófunum í Rússlandi. Hversu lengi er óvíst á þessari stundu.
Forseti WADA, Sir Craig Reedie, segir að þetta sé mikilvægt skref í þeirri viðleitni að endurbyggja trúverðugleika rússneska lyfjaeftirlitsins.
Í skýrslunni sem greindi frá skipulagða lyfjasvindlinu kom fram að yfir 1.000 rússneskir íþróttamenn hefðu viljandi svindlað frá árinu 2011 til 2015. Þar á meðal voru verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum.
Sport