Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 15:30 Aur flæddi meðal annars inn í kjallara hússins við Strandarveg 27 á Seyðisfirði. Viðlagatrygging Íslands Líklegt er að tjónið sem varð í vatnavöxtum og aurskriðum á Austfjörðum um helgina hlaupi á tugum milljóna króna, að sögn framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands. Upplýsingar eru um tjón á fjörutíu stöðum en um helmingur gæti fallið undir bótaskyldu viðlagatryggingar. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðifirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir að starfsmenn hennar og óháðir matsmenn séu komnir austur til að byrja að leggja mat á tjónið. Það virðist hins vegar ekki vera stórkostlegt. „Okkar mat er að við séum að telja þetta frekar í tugum milljóna en hundruð milljóna. Það er langmest hjá einstaklingum og fyrirtækjum,“ segir hún.Fyrirtæki eiga mörg húsannaTjónið varð fyrst og fremst þegar vatn og aur flæddi inn í hús og kjallara, aðallega á Seyðifirði. Húsin sem urðu fyrir tjóni gætu verið á bilinu sextán til tuttugu á Seyðifirði en tvö á Eskifirði, að sögn Huldu Ragnheiðar. Á Eskifirði urðu einnig skemmdir á umgjörð brúar og lagnastokkum undir henni í aurskriðu á föstudag. Mörg húsanna sem urðu fyrir skemmdum eru í eigu fyrirtækja þar sem gistiheimili og annar rekstur var í þeim, að sögn framkvæmdastjórans. Viðlagatrygging nær yfir tjón á fasteignum, brunatryggðum innbúum, opinberum mannvirkjum, þar á meðal veitu- og lagnakerfum sveitarfélaga. Hulda Ragnheiður segir að það gæti tekið sex til átta vikur þar til endanleg niðurstaða fæst um hversu mikið greitt verður úr viðlagatrygginguAurskriða féll á Strandarveg á Seyðifirði á laugardag.Viðlagatrygging Íslands Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Líklegt er að tjónið sem varð í vatnavöxtum og aurskriðum á Austfjörðum um helgina hlaupi á tugum milljóna króna, að sögn framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands. Upplýsingar eru um tjón á fjörutíu stöðum en um helmingur gæti fallið undir bótaskyldu viðlagatryggingar. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðifirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir að starfsmenn hennar og óháðir matsmenn séu komnir austur til að byrja að leggja mat á tjónið. Það virðist hins vegar ekki vera stórkostlegt. „Okkar mat er að við séum að telja þetta frekar í tugum milljóna en hundruð milljóna. Það er langmest hjá einstaklingum og fyrirtækjum,“ segir hún.Fyrirtæki eiga mörg húsannaTjónið varð fyrst og fremst þegar vatn og aur flæddi inn í hús og kjallara, aðallega á Seyðifirði. Húsin sem urðu fyrir tjóni gætu verið á bilinu sextán til tuttugu á Seyðifirði en tvö á Eskifirði, að sögn Huldu Ragnheiðar. Á Eskifirði urðu einnig skemmdir á umgjörð brúar og lagnastokkum undir henni í aurskriðu á föstudag. Mörg húsanna sem urðu fyrir skemmdum eru í eigu fyrirtækja þar sem gistiheimili og annar rekstur var í þeim, að sögn framkvæmdastjórans. Viðlagatrygging nær yfir tjón á fasteignum, brunatryggðum innbúum, opinberum mannvirkjum, þar á meðal veitu- og lagnakerfum sveitarfélaga. Hulda Ragnheiður segir að það gæti tekið sex til átta vikur þar til endanleg niðurstaða fæst um hversu mikið greitt verður úr viðlagatrygginguAurskriða féll á Strandarveg á Seyðifirði á laugardag.Viðlagatrygging Íslands
Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48
Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18