Milljóna eingreiðslur vegna úrskurða kjararáðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2017 15:42 Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Örnólfur Thorsson, forsetaritari, eru á meðal þeirra embættismanna sem fá afturvirkar launahækkanir samkvæmt úrskurðum kjararáðs. vísir Ríkið þarf að greiða háttsettum embættismönnum og forstjórum ríkisstofnana milljóna eingreiðslur vegna nýjustu úrskurða kjararáðs en þeir snúa meðal annars að ríkisendurskoðanda, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, forsetaritara, hagstofustjóra og framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar. BSRB, sem löngum hefur gagnrýnt úrskurði kjararáðs, hefur reiknað út hversu háár eingreiðslurnar eru en launahækkanir kjararáðs eru afturvirkar og það mislangt aftur í tímann. Þannig sýna útreikningar bandalagsins að Sveinn Arason, ríkiendurskoðandi, fær rúmlega 4,7 milljóna eingreiðslu vegna launahækkunarinnar, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, á von um fjögurra milljóna króna eingreiðslu og Örnólfur Thorsson, forsetaritari, fær tæplega 1,8 milljóna króna eingreiðslu. Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri, fær svo 1,2 milljóna króna endurgreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Þorgerður Þráinsdóttir, fær eingreiðslu upp á 2,5 milljónir króna. Á meðal þeirrar gagnrýni sem BSRB ítrekar nú er ógagnsæi í ákvörðunum kjararáðs en í frétt á vef bandalagsins segir meðal annars: „Þá er rétt að ítreka gagnrýni á hversu ógagnsætt kjararáð er í ákvörðunum sínum. Þar er þess vandlega gætt að tiltaka ekki hver laun þeirra sem ákvarðanirnar ná til voru áður en ákvörðunin tók gildi. Það er því oft erfitt eða ómögulegt að sjá hversu miklar hækkanirnar eru í raun. Þessum feluleik þarf að linna og það er Alþingis að sjá til þess að almenningur hafi þær upplýsingar sem þarf. Þessi feluleikur er með öllu óþolandi.“ Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Ríkið þarf að greiða háttsettum embættismönnum og forstjórum ríkisstofnana milljóna eingreiðslur vegna nýjustu úrskurða kjararáðs en þeir snúa meðal annars að ríkisendurskoðanda, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, forsetaritara, hagstofustjóra og framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar. BSRB, sem löngum hefur gagnrýnt úrskurði kjararáðs, hefur reiknað út hversu háár eingreiðslurnar eru en launahækkanir kjararáðs eru afturvirkar og það mislangt aftur í tímann. Þannig sýna útreikningar bandalagsins að Sveinn Arason, ríkiendurskoðandi, fær rúmlega 4,7 milljóna eingreiðslu vegna launahækkunarinnar, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, á von um fjögurra milljóna króna eingreiðslu og Örnólfur Thorsson, forsetaritari, fær tæplega 1,8 milljóna króna eingreiðslu. Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri, fær svo 1,2 milljóna króna endurgreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Þorgerður Þráinsdóttir, fær eingreiðslu upp á 2,5 milljónir króna. Á meðal þeirrar gagnrýni sem BSRB ítrekar nú er ógagnsæi í ákvörðunum kjararáðs en í frétt á vef bandalagsins segir meðal annars: „Þá er rétt að ítreka gagnrýni á hversu ógagnsætt kjararáð er í ákvörðunum sínum. Þar er þess vandlega gætt að tiltaka ekki hver laun þeirra sem ákvarðanirnar ná til voru áður en ákvörðunin tók gildi. Það er því oft erfitt eða ómögulegt að sjá hversu miklar hækkanirnar eru í raun. Þessum feluleik þarf að linna og það er Alþingis að sjá til þess að almenningur hafi þær upplýsingar sem þarf. Þessi feluleikur er með öllu óþolandi.“
Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00