Enski boltinn

Eriksson: Rooney yrði tekið opnum örmum í Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eriksson og Rooney fyrir nokkrum árum og hárum síðan.
Eriksson og Rooney fyrir nokkrum árum og hárum síðan. vísir/getty
Wayne Rooney ætti að íhuga að fara til Kína yfirgefi hann Manchester United í sumar. Þetta segir Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.

Rooney er að öllum líkindum á förum frá United og hefur m.a. verið orðaður við félög í Bandaríkjunum og Kína.

Eriksson hefur þjálfað í Kína frá árinu 2013 og hann segir að Rooney myndi njóta lífsins þar í landi.

„Það er langt síðan ég talaði við Rooney svo ég veit ekki hvað hann er að hugsa. En ég held að það væri jákvæð reynsla fyrir hann og hans fjölskyldu að fara til Kína,“ sagði Eriksson.

„Hann er með unga fjölskyldu en það eru alþjóðlegir skólar í stórborgunum. Hann fengi alla þá hjálp sem hann þyrfti til að koma sér fyrir. Honum yrði tekið með opnum örmum,“ bætti sænski reynsluboltinn við en hann hefur verið duglegur að dásama Kína og fótboltann þar í landi að undanförnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×