Banksy opinberaður: Safnstjóri Listasafns Akureyrar segir Banksy áhrifavald í veggjalist Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. júní 2017 16:07 Hlynur Hallsson segir spennandi tíma framundan. Vísir/Auðunn Níelsson Búið er að opinbera nafn manns sem líklegur er til að vera á bak við listamannsnafnið Banksy. Banksy hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Listaverk hans hafa prýtt veggi um heim allan og í þeim er oft að finna mikla ádeilu á samfélagið og óréttlæti. CNN greinir frá. Nú er svo komið að fyrra nafn dularfulla listamannsins er komið upp á yfirborðið. Talið er að nafn hans sé Robert. Sá sem upplýsti um nafnið var breski plötusnúðurinn Goldie. Sá var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem meðal annars var fjallað um veggjalist. Goldie missti nafnið í raun út úr sér en reyndi þó að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú telja margir að Banksy sé í raun tónlistarmaðurinn Robert Del Naja, meðlimur í hljómsveitinni Massive Attack. Robert sá hefur verið bendlaður við hlutverk Banksy áður en hefur aldrei staðfest þetta.Veggurinn tákn um mótþróa „Veggurinn er almenningsrými og hefur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki bara stað inn í listasafni heldur líka út á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hlynur segir að það verði áhugavert að sjá hvernig Banksy eða Robert bregst við. Hlynur segir að líklega hafi Banksy viljað halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist hafi ekki beint verið lögleg. Fólk hafi líka farið að velta því fyrir sér hvort að verk hafi í raun verið eftir Banksy og það hafi einmitt gert þetta svo áhugavert. „Það hefur verið auðveldara fyrir hann að koma fram með einhver verk sem oft eru mjög gagnrýnin,“ segir Hlynur í samtali við Vísi.Önnur túlkun Hlynur segir að mögulega muni fólk túlka list Banksy á annan hátt en áður og tengja verk hans við lög og texta Massive Attack. Hann nefnir að Banksy sé mikil fyrirmynd fyrir marga. „Ég held að hann hafi haft áhrif á mjög marga, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim,“ segir Hlynur sem er veggjalistamaður sjálfur. Hlynur notast mikið við texta og nýtir orð til að búa til ádeiluverk. Hann segir áhuga fyrir veggjalist fara vaxandi. „Hérna á Íslandi hefur hún orðið meira áberandi á síðustu tíu árum heldur en þar á undan,“ svarar Hlynur. Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Búið er að opinbera nafn manns sem líklegur er til að vera á bak við listamannsnafnið Banksy. Banksy hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Listaverk hans hafa prýtt veggi um heim allan og í þeim er oft að finna mikla ádeilu á samfélagið og óréttlæti. CNN greinir frá. Nú er svo komið að fyrra nafn dularfulla listamannsins er komið upp á yfirborðið. Talið er að nafn hans sé Robert. Sá sem upplýsti um nafnið var breski plötusnúðurinn Goldie. Sá var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem meðal annars var fjallað um veggjalist. Goldie missti nafnið í raun út úr sér en reyndi þó að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú telja margir að Banksy sé í raun tónlistarmaðurinn Robert Del Naja, meðlimur í hljómsveitinni Massive Attack. Robert sá hefur verið bendlaður við hlutverk Banksy áður en hefur aldrei staðfest þetta.Veggurinn tákn um mótþróa „Veggurinn er almenningsrými og hefur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki bara stað inn í listasafni heldur líka út á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hlynur segir að það verði áhugavert að sjá hvernig Banksy eða Robert bregst við. Hlynur segir að líklega hafi Banksy viljað halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist hafi ekki beint verið lögleg. Fólk hafi líka farið að velta því fyrir sér hvort að verk hafi í raun verið eftir Banksy og það hafi einmitt gert þetta svo áhugavert. „Það hefur verið auðveldara fyrir hann að koma fram með einhver verk sem oft eru mjög gagnrýnin,“ segir Hlynur í samtali við Vísi.Önnur túlkun Hlynur segir að mögulega muni fólk túlka list Banksy á annan hátt en áður og tengja verk hans við lög og texta Massive Attack. Hann nefnir að Banksy sé mikil fyrirmynd fyrir marga. „Ég held að hann hafi haft áhrif á mjög marga, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim,“ segir Hlynur sem er veggjalistamaður sjálfur. Hlynur notast mikið við texta og nýtir orð til að búa til ádeiluverk. Hann segir áhuga fyrir veggjalist fara vaxandi. „Hérna á Íslandi hefur hún orðið meira áberandi á síðustu tíu árum heldur en þar á undan,“ svarar Hlynur.
Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira