Brautskráning kandídata úr Háskóla Íslands er í dag. Alls útskrifast 2.087 manns úr grunn- og framhaldsnámi með 2.542 prófskírteini. Brautskráningarathafnirnar verða haldnar í Laugardalshöll og verða þær tvær.
Á fyrri athöfninni taka 809 kandídatar í framhaldsnámi við skírteinum sínum. Athöfnin er fyrir þá sem ljúka meistaranámi og kandídatsnámi. Grunnnemar útskrifast úr seinni athöfninni. Alls ljúka 1.278 kandídatar námi á grunnstigi og taka við 1.285 prófskírteinum. Þeirra á meðal er fyrsti kandídat til að ljúka BS-prófi í hagnýttri stærðfræði.
Í ár verða útskrifaðir, í fyrsta sinn, MA-nemar í fjölmiðla og boðskiptafræði frá Stjórnmálafræðideild. Námið er samstarfsverkefni Félags-og mannvísindadeildar og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands ásamt hug-og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Einnig brautskrást fyrstu nemendur með MA-próf í Aðferðafræði og úr þverfræðilegu framhaldsnámi hjá Hagfræði og Viðskiptafræðideild með MFin-gráðu í fjármálum.
Á Félagsvísindasviði verða samtals brautskráðir 634, 510 á Heilbrigðisvísindasviði, 273 á Hugvísindasviði, 335 á Menntavísindasviði og 335 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.
Yfir 2.000 manns útskrifast frá Háskóla Íslands í dag
Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
