Kærir tvo lögreglumenn vegna framgöngu þeirra við handtöku sína Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2017 10:00 Verjandi mannsins segir að lögreglumennirnir hafi beitt of miklu valdi við handtökuna. vísir/eyþór Karlmaður á fertugsaldri, sem var í fyrradag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir tilraun til líkamsárásar og brot gegn valdstjórninni, hefur kært tvo lögreglumenn vegna framgöngu þeirra við handtöku hans. Atvik málsins voru þau að í ágúst í fyrra var lögregla kölluð til vegna hótana mannsins um sjálfskaða. Tveir lögreglumenn mættu á staðinn með kylfur, skildi og piparúða. Þegar þeir komu inn í íbúðina tók maðurinn á móti þeim í annarlegu ástandi og réðst gegn þeim vopnaður hnífi með 15 sentimetra löngu blaði. Lögreglumaðurinn, sem fór á undan inn í íbúðina, sagði fyrir dómi að hann hefði varist honum með skildi sínum, kylfu og að lokum sprautað piparúða á manninn. Hinn handtekni var mjög æstur og þurftu lögreglumennirnir að liggja ofan á honum þar til sjúkraflutningamenn bar að garði. Þeir sprautuðu manninn niður. Hinn sakfelldi hlaut dóm fyrir háttalag sitt en hann neitaði sök. Hann mundi þó lítið eftir atvikum vegna ölvunar og lyfjaneyslu. Var hann að lokum dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir tilraunina og fyrir að hafa hrækt á lögreglumennina. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að í upphafi árs hafi verið lögð fram kæra til embættis héraðssaksóknara þar sem lögreglumennirnir tveir hafi beitt of miklu valdi við handtökuna. Málið sé nú í rannsókn hjá embættinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri, sem var í fyrradag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir tilraun til líkamsárásar og brot gegn valdstjórninni, hefur kært tvo lögreglumenn vegna framgöngu þeirra við handtöku hans. Atvik málsins voru þau að í ágúst í fyrra var lögregla kölluð til vegna hótana mannsins um sjálfskaða. Tveir lögreglumenn mættu á staðinn með kylfur, skildi og piparúða. Þegar þeir komu inn í íbúðina tók maðurinn á móti þeim í annarlegu ástandi og réðst gegn þeim vopnaður hnífi með 15 sentimetra löngu blaði. Lögreglumaðurinn, sem fór á undan inn í íbúðina, sagði fyrir dómi að hann hefði varist honum með skildi sínum, kylfu og að lokum sprautað piparúða á manninn. Hinn handtekni var mjög æstur og þurftu lögreglumennirnir að liggja ofan á honum þar til sjúkraflutningamenn bar að garði. Þeir sprautuðu manninn niður. Hinn sakfelldi hlaut dóm fyrir háttalag sitt en hann neitaði sök. Hann mundi þó lítið eftir atvikum vegna ölvunar og lyfjaneyslu. Var hann að lokum dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir tilraunina og fyrir að hafa hrækt á lögreglumennina. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að í upphafi árs hafi verið lögð fram kæra til embættis héraðssaksóknara þar sem lögreglumennirnir tveir hafi beitt of miklu valdi við handtökuna. Málið sé nú í rannsókn hjá embættinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira