Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. júní 2017 09:00 Benedikt Jóhannesson kynnti tvær skýrslur til að bregðast við skattaundanskotum. Fréttablaðið/Anton Brink Efnahagsmál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfshópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar tillögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út.Lilja Alfreðsdóttir„Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Það eru góðar tillögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til markvissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa verulegar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skilvirkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitthvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Efnahagsmál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfshópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar tillögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út.Lilja Alfreðsdóttir„Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Það eru góðar tillögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til markvissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa verulegar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skilvirkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitthvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira