Íslamska ríkið stendur á tímamótum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Hin skakka al-Hadba mínaretta al-Nuri moskunnar trónir yfir rústum Mósúl, áður en hún var sprengd. Nordicphotos/AFP Eyðilegging al-Nuri moskunnar í írösku borginni Mósúl er opinber viðurkenning Íslamska ríkisins á því að það hafi tapað orrustunni um borgina. Sú er skoðun Haiders al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sem hann lýsti í gær. Eins og greint hefur verið frá segja Írakar að ISIS hafi sprengt upp moskuna á miðvikudag. ISIS bendir hins vegar á Bandaríkjamenn sem neita sjálfir sök. Moskan, sem var ríflega 800 ára gömul, er merkileg í sögu ISIS þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, lýsti formlega yfir stofnun svokallaðs kalífadæmis þar í júlí 2014. Á undanförnum þremur árum hefur hið svokallaða kalífadæmi bæði unnið sigra og tapað. Margir leiðtoga þess hafa fallið í árásum og þá hafa samtökin þurft að færa höfuðstöðvar sínar frá Baqubah í Írak til Rakka í Sýrlandi og þaðan til Mayadin, einnig í Sýrlandi. Allt bendir nú til þess að ISIS sé við það að tapa tveimur stærstu borgunum sem hafa verið á valdi þeirra; Rakka og Mósúl. Í gær greindi Reuters frá því að hersveitir sýrlenskra uppreisnarmanna væru við það að umkringja samtökin í Rakka. Um er að ræða arabíska og kúrdíska vígamenn sem njóta stuðnings bandaríska flughersins. Búist er við því að þeim takist að hrekja ISIS frá borginni en þar hafa samtökin ríkt frá árinu 2014. Orrustan um Mósúl hefur staðið yfir frá því í október síðastliðnum. Hafa Kúrdar og Arabar unnið með hernaðarbandalagi Bandaríkjamanna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks að tekist hefði að vinna austurhluta borgarinnar af ISIS í janúar. Verr hefur gengið í vesturhlutanum en á sunnudag tilkynnti íraski herinn um lokakafla orrustunnar. Herinn telur að um 300 skæruliðar séu eftir í borginni, samanborið við 6.000 í október. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir ISIS rannsakar rússneska varnarmálaráðuneytið hvort tekist hafi að fella al-Baghdadi sjálfan í loftárás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé raunin en margoft áður hefur dauða al-Baghdadis verið lýst yfir. Fall ISIS er þó ekki gulltryggt með væntanlegum ósigrum samtakanna í Rakka og Mósúl, að því er The Independent greinir frá í umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í kalífadæminu muni vissulega snarfækka og áhrif þess minnka en að kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsynlegt ISIS. Án kalífadæmisins getur ISIS enn þrifist utan stórborga Mið-Austurlanda, rétt eins og samtökin gerðu árið 2013. Gætu samtökin enn skipulagt hryðjuverkaárásir sem og haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra sem áttu sér stað í París, Brussel og Manchester. Vísir/AFP Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Eyðilegging al-Nuri moskunnar í írösku borginni Mósúl er opinber viðurkenning Íslamska ríkisins á því að það hafi tapað orrustunni um borgina. Sú er skoðun Haiders al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sem hann lýsti í gær. Eins og greint hefur verið frá segja Írakar að ISIS hafi sprengt upp moskuna á miðvikudag. ISIS bendir hins vegar á Bandaríkjamenn sem neita sjálfir sök. Moskan, sem var ríflega 800 ára gömul, er merkileg í sögu ISIS þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, lýsti formlega yfir stofnun svokallaðs kalífadæmis þar í júlí 2014. Á undanförnum þremur árum hefur hið svokallaða kalífadæmi bæði unnið sigra og tapað. Margir leiðtoga þess hafa fallið í árásum og þá hafa samtökin þurft að færa höfuðstöðvar sínar frá Baqubah í Írak til Rakka í Sýrlandi og þaðan til Mayadin, einnig í Sýrlandi. Allt bendir nú til þess að ISIS sé við það að tapa tveimur stærstu borgunum sem hafa verið á valdi þeirra; Rakka og Mósúl. Í gær greindi Reuters frá því að hersveitir sýrlenskra uppreisnarmanna væru við það að umkringja samtökin í Rakka. Um er að ræða arabíska og kúrdíska vígamenn sem njóta stuðnings bandaríska flughersins. Búist er við því að þeim takist að hrekja ISIS frá borginni en þar hafa samtökin ríkt frá árinu 2014. Orrustan um Mósúl hefur staðið yfir frá því í október síðastliðnum. Hafa Kúrdar og Arabar unnið með hernaðarbandalagi Bandaríkjamanna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks að tekist hefði að vinna austurhluta borgarinnar af ISIS í janúar. Verr hefur gengið í vesturhlutanum en á sunnudag tilkynnti íraski herinn um lokakafla orrustunnar. Herinn telur að um 300 skæruliðar séu eftir í borginni, samanborið við 6.000 í október. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir ISIS rannsakar rússneska varnarmálaráðuneytið hvort tekist hafi að fella al-Baghdadi sjálfan í loftárás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé raunin en margoft áður hefur dauða al-Baghdadis verið lýst yfir. Fall ISIS er þó ekki gulltryggt með væntanlegum ósigrum samtakanna í Rakka og Mósúl, að því er The Independent greinir frá í umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í kalífadæminu muni vissulega snarfækka og áhrif þess minnka en að kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsynlegt ISIS. Án kalífadæmisins getur ISIS enn þrifist utan stórborga Mið-Austurlanda, rétt eins og samtökin gerðu árið 2013. Gætu samtökin enn skipulagt hryðjuverkaárásir sem og haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra sem áttu sér stað í París, Brussel og Manchester. Vísir/AFP
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira