Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr Hjartardóttir fetar í fótspor systur sinnar og fer í mál við íslenska ríkið. Vísir/Anton Brink Ekkert heimilar íslenska ríkinu að neita Áslaugu Ýr Hjartardóttur um túlkaþjónustu. Þetta er mat Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Áslaugar. Hann segir íslenska ríkið sniðganga mannréttindi fólks. „Hún og annað fólk í hennar stöðu fær engan veginn fullnægjandi túlkaþjónustu og er ekki gert kleyft að njóta þeirrar samfélagsþátttöku sem þau eiga rétt á að njóta. Því er að sama skapi gert að þola félagslega einangrun sem er ómanneskjuleg og er þessum einstaklingum sérstaklega þungbær,“ segir Páll í samtali við Vísi. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar en fær ekki túlk. Hún ætlar í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. „Í sjálfu sér hefur íslenska ríkið aldrei gert sig líklegt til að fara að fordæmi dómsins sem þau þó una. Það breyttist ekkert í kjölfar þessa dóms,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki framlags hennar.Hann segir það á ábyrgð Illuga Gunnarssonar, sem var menntamálaráðherra þegar Snædís fór í mál við ríkið, og arftaka hans Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi menntamálaráðherra, að útskýra hvers vegna ekki er farið að fordæmi dómsins. Hann segir réttinn sem systurnar njóta vera skýran og einfaldan, að krafa þeirra sé sjálfsögð en engu að síður sé hún virt að vettugi. „Það eru engar réttlætingar sem búa þarna að baki. Það er ekkert sem heimilar ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks eins og Áslaugar,“ segir Páll. „Hún á að njóta túlkaþjónustu. Sú þjónusta á að hafa það markmið að hún njóti réttar á við ófatlaðan einstakling í sambærilegri stöðu. Hún á að geta stundað nám og tómstundir, hún á að geta kosið, sinnt trúarlegum hugðarefnum ef hún hefur einhver slík og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki innantómur réttur, það er ekki eins og allir í heiminum hafi rétt á túlk í hálftíma.“ Hann segir vandann liggja í því að ekki sé nægu fé veitt í málaflokkinn. Hann segir 40 mínútur með túlk sambærilegt því að allir sem óski eftir heilbrigðisþjónustu fái plástur. „Áslaug er manneskja og mannréttindi hennar tilheyra samfélagi okkar. Með því að útiloka hana þá verður hún af þessum mannréttindum sínum en við hin verðum að sama skapi fyrir því tjóni að njóta ekki hennar mikla og jákvæða framlags. Hún er nefnilega frábær, hverju sem öllu öðru líður.“ Málið fékk flýtimeðferð og verður líklega flutt í byrjun júlí. Páll vonast til að dómur liggi fyrir áður en Áslaug heldur út í sumarbúðirnar. Tengdar fréttir Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ekkert heimilar íslenska ríkinu að neita Áslaugu Ýr Hjartardóttur um túlkaþjónustu. Þetta er mat Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Áslaugar. Hann segir íslenska ríkið sniðganga mannréttindi fólks. „Hún og annað fólk í hennar stöðu fær engan veginn fullnægjandi túlkaþjónustu og er ekki gert kleyft að njóta þeirrar samfélagsþátttöku sem þau eiga rétt á að njóta. Því er að sama skapi gert að þola félagslega einangrun sem er ómanneskjuleg og er þessum einstaklingum sérstaklega þungbær,“ segir Páll í samtali við Vísi. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar en fær ekki túlk. Hún ætlar í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. „Í sjálfu sér hefur íslenska ríkið aldrei gert sig líklegt til að fara að fordæmi dómsins sem þau þó una. Það breyttist ekkert í kjölfar þessa dóms,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki framlags hennar.Hann segir það á ábyrgð Illuga Gunnarssonar, sem var menntamálaráðherra þegar Snædís fór í mál við ríkið, og arftaka hans Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi menntamálaráðherra, að útskýra hvers vegna ekki er farið að fordæmi dómsins. Hann segir réttinn sem systurnar njóta vera skýran og einfaldan, að krafa þeirra sé sjálfsögð en engu að síður sé hún virt að vettugi. „Það eru engar réttlætingar sem búa þarna að baki. Það er ekkert sem heimilar ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks eins og Áslaugar,“ segir Páll. „Hún á að njóta túlkaþjónustu. Sú þjónusta á að hafa það markmið að hún njóti réttar á við ófatlaðan einstakling í sambærilegri stöðu. Hún á að geta stundað nám og tómstundir, hún á að geta kosið, sinnt trúarlegum hugðarefnum ef hún hefur einhver slík og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki innantómur réttur, það er ekki eins og allir í heiminum hafi rétt á túlk í hálftíma.“ Hann segir vandann liggja í því að ekki sé nægu fé veitt í málaflokkinn. Hann segir 40 mínútur með túlk sambærilegt því að allir sem óski eftir heilbrigðisþjónustu fái plástur. „Áslaug er manneskja og mannréttindi hennar tilheyra samfélagi okkar. Með því að útiloka hana þá verður hún af þessum mannréttindum sínum en við hin verðum að sama skapi fyrir því tjóni að njóta ekki hennar mikla og jákvæða framlags. Hún er nefnilega frábær, hverju sem öllu öðru líður.“ Málið fékk flýtimeðferð og verður líklega flutt í byrjun júlí. Páll vonast til að dómur liggi fyrir áður en Áslaug heldur út í sumarbúðirnar.
Tengdar fréttir Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03