Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Benedikt Bóas og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. júní 2017 16:03 Áslaug Ýr Hjartardóttir festar í spor systur sinnar og stefnir ríkinu. Vísir/Anton Brink Áslaug Ýr Hjartardóttir hefur ákveðið að fara í mál við íslenska ríkið sökum þess að hún fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblind ungmenni á Norðurlöndum sem hún ætlaði að sækja í Svíþjóð í sumar. Sumarbúðirnar eru haldnar annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin á að halda þær. Áslaug, sem er með samþætta sjón- og heyraskerðingu, fór fyrst árið 2013 þegar hún var 17 ára og aftur tveimur árum síðar en í bæði skiptin hefur hún farið með systur sinni. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. Snædís Rán, systir Áslaugar, ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015.vísir/Stefán Þetta þarf að breytast „Í þetta skiptið staldraði ég við og hugsaði: „Þetta gerist ár eftir ár eftir ár, ég held endalaust áfram að væla í fjölmiðlum en kannski er bara kominn tími til að breyta leikjaplaninu og gera eitthvað róttækara. Þetta þarf að breytast,“ segir Áslaug.„Við systur fengum enga túlka og rökin voru þau að ekki væri til nóg fjármagn. En við fengum svo styrk frá áhöfn Polar Amaroq, sem vildi frekar nýta starfsmannasjóðinn sinn til að láta gott af sér leiða en að djamma. Við fórum strax í að reyna að fá túlka en fengum aftur neitun, í þetta skiptið út af því að það væri ekki til nægur mannafli í verkefnið,“ segir Áslaug. Þær systur hafi þó ekki gefist upp heldur ráðið sjálfar þrjá ófaglærða túlka til fararinnar. Tvo heyrnarlausa sem gátu túlkað frá dönsku og sænsku táknmáli yfir á íslenskt og eina sem var búin með tvö ár í táknmálsfræði.Áslaug Ýr gekk í vinnuna að finna túlk og Svíarnir voru tilbúnir að greiða fyrir allt nema laun þeirra.Vísir/Anton BrinkBuðust til að borga allt nema launin„Nú eru þessar sumarbúðir í Bosön í Svíþjóð og ég var búin að hlakka til að fara í tvö ár. Ég pantaði túlka um leið og ég fékk boð í sumarbúðirnar, sem var í lok ágúst í fyrra. Ég fékk ekkert svar fyrr en í desember, en þá var það heldur loðið. Mér var sagt að fjármagni til félagslegrar túlkunar væri skipt í ársfjórðunga og fjárlög gefi ekki nægilegt fjármagn fyrir svona ferðir, auk þess sem mér var bent á allan ferðakostnaðinn,“ segir Áslaug.Hún hafði samband við forsvarsmenn sumarbúðanna og spurði hvort þau gætu styrkt sig vegna túlkanna. „Ég fékk svo að vita í vor að Svíar gætu greitt ferðakostnað, gistingu og mat fyrir túlkana gætu en því miður ekki launin. Enn og aftur sneri ég mér að túlkaþjónustunni og lét vita af þessu í þeirri von að ef ferðakostnaðurinn væri úr sögunni myndi ríkið greiða launin.“Fékk ekki túlk í útskriftarveislunniSkömmu áður hafði hún fengið þær upplýsingar að hún gæti fengið túlka, en þyrfti að borga sjálf.Þegar Svíar upplýstu Aslaugu um að þeir myndu dekka ferðakostnaðinn hélt hún að málið gæti mögulega verið leyst, þar sem dýr utanlandsferð væri ekki lengur afsökun. En þar skjátlaðist henni. „Það eru í raun margar ástæður fyrir því að ég fór í mál. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég íhuga slíkt, en ég var að hugsa um að fara í mál þegar ég fékk ekki túlka í útskriftarveislunni minni jólin 2015. En þá þorði ég ekki að taka næsta skref og lét málið bara liggja. Lögfræðingarnir sem ég ræddi við þá sögðu mér að ég gæti gert tvennt: „Að fara í mál eða gera eitthvað annað.“ Ég tel mig vera mikla baráttukonu en hef hingað til frekar kosið seinni leiðina.“ Tengdar fréttir Fleiri heyrnarlausir gætu átt rétt á miskabótum Menntamálaráðherra vill ekki áfrýja dómi héraðsdóms. 9. júlí 2015 12:13 Ráðherrann vill ekki áfrýja í túlkamálinu Menntamálaráðherra mælir ekki með því að áfrýja máli þar sem ríkið var dæmt til að greiða fatlaðri stúlku miskabætur og útlagðan kostnað við túlkaþjónustu. 9. júlí 2015 07:00 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Áslaug Ýr Hjartardóttir hefur ákveðið að fara í mál við íslenska ríkið sökum þess að hún fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblind ungmenni á Norðurlöndum sem hún ætlaði að sækja í Svíþjóð í sumar. Sumarbúðirnar eru haldnar annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin á að halda þær. Áslaug, sem er með samþætta sjón- og heyraskerðingu, fór fyrst árið 2013 þegar hún var 17 ára og aftur tveimur árum síðar en í bæði skiptin hefur hún farið með systur sinni. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. Snædís Rán, systir Áslaugar, ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015.vísir/Stefán Þetta þarf að breytast „Í þetta skiptið staldraði ég við og hugsaði: „Þetta gerist ár eftir ár eftir ár, ég held endalaust áfram að væla í fjölmiðlum en kannski er bara kominn tími til að breyta leikjaplaninu og gera eitthvað róttækara. Þetta þarf að breytast,“ segir Áslaug.„Við systur fengum enga túlka og rökin voru þau að ekki væri til nóg fjármagn. En við fengum svo styrk frá áhöfn Polar Amaroq, sem vildi frekar nýta starfsmannasjóðinn sinn til að láta gott af sér leiða en að djamma. Við fórum strax í að reyna að fá túlka en fengum aftur neitun, í þetta skiptið út af því að það væri ekki til nægur mannafli í verkefnið,“ segir Áslaug. Þær systur hafi þó ekki gefist upp heldur ráðið sjálfar þrjá ófaglærða túlka til fararinnar. Tvo heyrnarlausa sem gátu túlkað frá dönsku og sænsku táknmáli yfir á íslenskt og eina sem var búin með tvö ár í táknmálsfræði.Áslaug Ýr gekk í vinnuna að finna túlk og Svíarnir voru tilbúnir að greiða fyrir allt nema laun þeirra.Vísir/Anton BrinkBuðust til að borga allt nema launin„Nú eru þessar sumarbúðir í Bosön í Svíþjóð og ég var búin að hlakka til að fara í tvö ár. Ég pantaði túlka um leið og ég fékk boð í sumarbúðirnar, sem var í lok ágúst í fyrra. Ég fékk ekkert svar fyrr en í desember, en þá var það heldur loðið. Mér var sagt að fjármagni til félagslegrar túlkunar væri skipt í ársfjórðunga og fjárlög gefi ekki nægilegt fjármagn fyrir svona ferðir, auk þess sem mér var bent á allan ferðakostnaðinn,“ segir Áslaug.Hún hafði samband við forsvarsmenn sumarbúðanna og spurði hvort þau gætu styrkt sig vegna túlkanna. „Ég fékk svo að vita í vor að Svíar gætu greitt ferðakostnað, gistingu og mat fyrir túlkana gætu en því miður ekki launin. Enn og aftur sneri ég mér að túlkaþjónustunni og lét vita af þessu í þeirri von að ef ferðakostnaðurinn væri úr sögunni myndi ríkið greiða launin.“Fékk ekki túlk í útskriftarveislunniSkömmu áður hafði hún fengið þær upplýsingar að hún gæti fengið túlka, en þyrfti að borga sjálf.Þegar Svíar upplýstu Aslaugu um að þeir myndu dekka ferðakostnaðinn hélt hún að málið gæti mögulega verið leyst, þar sem dýr utanlandsferð væri ekki lengur afsökun. En þar skjátlaðist henni. „Það eru í raun margar ástæður fyrir því að ég fór í mál. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég íhuga slíkt, en ég var að hugsa um að fara í mál þegar ég fékk ekki túlka í útskriftarveislunni minni jólin 2015. En þá þorði ég ekki að taka næsta skref og lét málið bara liggja. Lögfræðingarnir sem ég ræddi við þá sögðu mér að ég gæti gert tvennt: „Að fara í mál eða gera eitthvað annað.“ Ég tel mig vera mikla baráttukonu en hef hingað til frekar kosið seinni leiðina.“
Tengdar fréttir Fleiri heyrnarlausir gætu átt rétt á miskabótum Menntamálaráðherra vill ekki áfrýja dómi héraðsdóms. 9. júlí 2015 12:13 Ráðherrann vill ekki áfrýja í túlkamálinu Menntamálaráðherra mælir ekki með því að áfrýja máli þar sem ríkið var dæmt til að greiða fatlaðri stúlku miskabætur og útlagðan kostnað við túlkaþjónustu. 9. júlí 2015 07:00 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Fleiri heyrnarlausir gætu átt rétt á miskabótum Menntamálaráðherra vill ekki áfrýja dómi héraðsdóms. 9. júlí 2015 12:13
Ráðherrann vill ekki áfrýja í túlkamálinu Menntamálaráðherra mælir ekki með því að áfrýja máli þar sem ríkið var dæmt til að greiða fatlaðri stúlku miskabætur og útlagðan kostnað við túlkaþjónustu. 9. júlí 2015 07:00
Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37