Maðurinn sem framdi rán í apóteki Garðabæujar vopnaður öxi þann 18. apríl síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. júlí. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 18. apríl.
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 13. júní á grundvelli almannahagsmuna.
Maðurinn kom inn í apótekið og dró þegar í stað fram öxi úr frakkavasa sínum og reisti hann á loft. Hann stóð svo um einum metra frá starfsmanni apóteksins með öxina á lofti og sagði við hana „Ég vil fá töflurnar mínar, þú veist hvað ég vil.“ Hún hafi í kjölfarið beint honum að lyfjunum og náð að komast út úr versluninni. Önnur vitni sem rætt hafi verið við hafi gefið sömu lýsingu, þ.e. að kærði hafi verið vopnaður öxi og ógnað starfsmanni með henni.
Hann var handtekinn eftir eftirför lögreglu í töluverðan tíma þar sem hann braut ítrekað umferðarlög. Akstri mannsins lauk með því að hann ó kaftan á aðra bifreið og þurfti ökumaður hennar að leita aðstoðar á slysadeild.
Þegar maðurinn var handtekinn fann lögregla í bílnum öxi og tvo hnífa ásamt nokkuð miklu magni af lyfjum. Frumrannsókn lögreglu benti til þess að kærði hafi verið í mikilli neyslu fíkniefna og gæti jafnframt átt við geðræn vandamál að stríða.
Gerð var geðrannsókn á manninum og er niðurstaða sú að maðurinn sé „örugglega sakhæfur“ og að einkenni hans „leiða ekki til ósakhæfis.“
Áfram í gæsluvarðhaldi fyrir ránstilraun vopnaður öxi

Tengdar fréttir

Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ
Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu.

Æsileg eftirför á eftir ræningja: „Sturlaður maður inni í apótekinu með exi“
Ungur maður sem rændi Apótek Garðabæjar í gær ók um götur Garðabæjar og Hafnarfjarðar á miklum hraða með lögregluna á eftir sér. Eftirförinni lauk eftir að ræninginn hafði ekið aftan á Mercedes Benz bifreið.

Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu