Sport

Fær 13 milljarða króna fyrir fimm ára vinnu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta var góður dagur hjá Derek Carr.
Þetta var góður dagur hjá Derek Carr. vísir/getty
Leikstjórnandi Oakland Raiders, Derek Carr, skrifaði í dag undir risasamning við Raiders.

Nýi samningurinn er til fimm ára og mun færa honum 125 milljónir dollara í vasann. Það eru rúmir 13 milljarðar íslenskra króna. Ekki amalegt.

Hann fær því 25 milljónir dollara á ári eða 2,6 milljarða króna. Hann er því launahæsti leikstjórnandi deildarinnar en Andrew Luck hjá Indianapolis Colts fær 24,6 milljónir dollara á ári.

Hugsanlega verður ekki byrjað að greiða honum samkvæmt nýja samningnum fyrr en félagið flytur til Las Vegas. Þar þarf hann ekki að greiða skatt og mun því græða enn meira en ella.

Carr er 26 ára gamall og átti frábært tímabil í fyrra. Hann meiddist aftur á móti á versta tíma og úrslitakeppnin fór í vaskinn hjá liðinu.

Engu að síður er ljóst að liðið á bjarta framtíð og þar er Carr í algjöru lykilhlutverki.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×