Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 14:11 Harpa varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í vor. vísir/eyþór Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörunnar, var valin í EM-hóp Íslands en fyrirfram var það helsta spurningamerkið á hópnum sem var tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland hefur leik á EM í Hollandi með leik gegn Frakklandi þann 18. júlí. Leikurinn fer fram í Tilburg en Frakkar eiga eitt allra besta landslið heims. Harpa eignaðist barn í vetur og hefur aðeins náð að spila í samtals 138 mínútur með liði sínu í sumar. Hlutverk hennar í landsliðinu í undankeppninni var hins vegar gríðarlega mikið, enda markahæsti leikmaður undankeppninnar og hefur íslenska landsliðið verið í basli með markaskorun í hennar fjarveru. „Hún er í hópnum vegna þess að hún er nægilega góð þrátt fyrir fáar mínútur,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Hann hafi hins vegar um tíma efast um að hún hefði ástríðuna og viljann til að ná mótinu í sumar svo stuttu eftir barnsburð. „Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og eftir það var enginn vafi í mínum huga. Ég vissi þá að hún hafði ástríðuna sem þurfti til.“ „Það þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk sem verður það ekki það sama og áður. Hún er algjörlega meðvituð um það og tekur sínu hlutverki fagnandi. Hún mun leysa það eins vel af hendi og hægt er,“ sagði Freyr og bætti því við að hún verður ekki fyrsti kostur í sóknarlínu íslenska liðsins eins og staðan er nú. Enginn leikmaður fékk að vita fyrirfram hvort hann væri í hópnum eða ekki. Harpa er þó undantekningin enda ræddi Freyr við hana í hádeginu í gær um hennar hlutverk. „Líkamlegt ástand hennar er gott en við þurfum að hjálpa henni með að fá meiri kraft. Við erum með styrktarþjálfara og það verður allt gert til að henni líði sem best.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörunnar, var valin í EM-hóp Íslands en fyrirfram var það helsta spurningamerkið á hópnum sem var tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland hefur leik á EM í Hollandi með leik gegn Frakklandi þann 18. júlí. Leikurinn fer fram í Tilburg en Frakkar eiga eitt allra besta landslið heims. Harpa eignaðist barn í vetur og hefur aðeins náð að spila í samtals 138 mínútur með liði sínu í sumar. Hlutverk hennar í landsliðinu í undankeppninni var hins vegar gríðarlega mikið, enda markahæsti leikmaður undankeppninnar og hefur íslenska landsliðið verið í basli með markaskorun í hennar fjarveru. „Hún er í hópnum vegna þess að hún er nægilega góð þrátt fyrir fáar mínútur,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Hann hafi hins vegar um tíma efast um að hún hefði ástríðuna og viljann til að ná mótinu í sumar svo stuttu eftir barnsburð. „Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og eftir það var enginn vafi í mínum huga. Ég vissi þá að hún hafði ástríðuna sem þurfti til.“ „Það þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk sem verður það ekki það sama og áður. Hún er algjörlega meðvituð um það og tekur sínu hlutverki fagnandi. Hún mun leysa það eins vel af hendi og hægt er,“ sagði Freyr og bætti því við að hún verður ekki fyrsti kostur í sóknarlínu íslenska liðsins eins og staðan er nú. Enginn leikmaður fékk að vita fyrirfram hvort hann væri í hópnum eða ekki. Harpa er þó undantekningin enda ræddi Freyr við hana í hádeginu í gær um hennar hlutverk. „Líkamlegt ástand hennar er gott en við þurfum að hjálpa henni með að fá meiri kraft. Við erum með styrktarþjálfara og það verður allt gert til að henni líði sem best.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti