Viðskipti innlent

Könnun: Vilt þú takmarka notkun reiðufjár?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lagt er til að að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum.
Lagt er til að að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. vísir/valli
Í dag var kynnt skýrsla starfshóps um umfang skattaundanskota og tillögur til aðgerða þar um en Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti skýrsluna á blaðamannafundi auk annarrar skýrslu sem gerð var um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum.

Í fyrrnefndu skýrslunni er lagt til að stjórnvöld setji sér stefnu til lengri tíma um að draga úr notkun reiðufjár í umferð. Er meðal annars lagt til að 10 þúsund króna og 5 þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. Aðgerðirnar eru liður í baráttunni við skattsvik að sögn ráðherra.

Starfshópurinn gerði SVÓT-greiningu fyrir takmörkun reiðufjárnotkunar en slík greining felur í sér að helstu styrkleikar, veikleikar, ógnir og tækifæri við verkefnið eru taldir upp.

SVÓT-greiningu starfshópsins má sjá á myndinni hér fyrir neðan og neðst í fréttinni geta lesendur svo tekið þátt í könnun þar sem hægt er að segja sína skoðun á því hvort maður vill takmarka notkun reiðufjár eða ekki.

SVÓT-greining á takmörkun reiðufjárnotkunar.mynd/fjármálaráðuneyti





Fleiri fréttir

Sjá meira


×