Starfshópur Stígamóta ber fullt traust til hæstráðanda samtakanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2017 15:07 Stígamót eru grasrótarsamtök sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis. Vísir/Daníel Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir ritaði á Facebook-síðu sína í nótt en þar gagnrýnir hún samtökin harðlega. Helga starfaði fyrir Stígamót í tvö og hálft ár en í pistlinum fer hún fram með alvarlegar ásakanir á hendur starfsfólki samtakanna og þá sérstaklega hæstráðanda þeirra. Kveðst Helga hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum. Hún nefnir engin nöfn í pistli sínum en Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta og hefur verið það í fjölda ára.Vísir fjallaði um pistil Helgu í morgun og hefur haft samband við Guðrúnu í dag og skilið eftir skilaboð hjá henni varðandi það hvort hún vilji bregðast við pistlinum en án árangurs.Þykir mjög leitt að upplifun Helgu hafi verið á þennan veg Í yfirlýsingu Stígamóta segir að stjórn og starfsfólki þyki mjög leitt að fyrrum samstarfskona hafi upplifað samskipti sín við þau sem ofbeldi. Málinu sé tekið af fullri alvöru, það sé fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og þá sé það rétt að vinnustaðurinn sé ekkert venjulegur. Þá falli þeim það þungt að allur starfshópurinn „hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Stjórn og starfshópi þyki verst að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart fólki sem leitar til Stígamóta en samtökin vinna með þolendum kynferðisofbeldis. „Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins. Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál,“ segir í yfirlýsingunni. Eitt af því sem Helga gagnrýnir í pistli sínum er menntun starfsfólks hjá Stígamótum. Um það segir í yfirlýsingu samtakanna: „Varðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.“ Yfirlýsing Stígamóta í heild sinni:Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru.Trúnaður er forsenda starfs okkarVerst þykir okkur að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart Stígamótafólki. Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta. Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál.Um menntun og fagmennskuVarðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu.Að öðru leyti getum við ekki svarað gagnrýninni nema brjóta trúnað gagnvart fyrrverandi starfskonu og það ætlum við ekki að gera. Því sendum við frá okkur þessa yfirlýsingu. Tengdar fréttir Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir ritaði á Facebook-síðu sína í nótt en þar gagnrýnir hún samtökin harðlega. Helga starfaði fyrir Stígamót í tvö og hálft ár en í pistlinum fer hún fram með alvarlegar ásakanir á hendur starfsfólki samtakanna og þá sérstaklega hæstráðanda þeirra. Kveðst Helga hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum. Hún nefnir engin nöfn í pistli sínum en Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta og hefur verið það í fjölda ára.Vísir fjallaði um pistil Helgu í morgun og hefur haft samband við Guðrúnu í dag og skilið eftir skilaboð hjá henni varðandi það hvort hún vilji bregðast við pistlinum en án árangurs.Þykir mjög leitt að upplifun Helgu hafi verið á þennan veg Í yfirlýsingu Stígamóta segir að stjórn og starfsfólki þyki mjög leitt að fyrrum samstarfskona hafi upplifað samskipti sín við þau sem ofbeldi. Málinu sé tekið af fullri alvöru, það sé fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og þá sé það rétt að vinnustaðurinn sé ekkert venjulegur. Þá falli þeim það þungt að allur starfshópurinn „hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Stjórn og starfshópi þyki verst að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart fólki sem leitar til Stígamóta en samtökin vinna með þolendum kynferðisofbeldis. „Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins. Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál,“ segir í yfirlýsingunni. Eitt af því sem Helga gagnrýnir í pistli sínum er menntun starfsfólks hjá Stígamótum. Um það segir í yfirlýsingu samtakanna: „Varðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.“ Yfirlýsing Stígamóta í heild sinni:Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru.Trúnaður er forsenda starfs okkarVerst þykir okkur að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart Stígamótafólki. Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta. Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál.Um menntun og fagmennskuVarðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu.Að öðru leyti getum við ekki svarað gagnrýninni nema brjóta trúnað gagnvart fyrrverandi starfskonu og það ætlum við ekki að gera. Því sendum við frá okkur þessa yfirlýsingu.
Tengdar fréttir Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45