Eiga aldraðir að lifa á 200 þúsundum á mánuði? Björgvin Guðmundsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum. Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Alþjóðasamningar segja, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað lágmarkslaunum. Eftir þessu hefur ekki verið farið. Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir hér; launaþróun var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá? Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta. Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í maí um 14,5%. Þá hefði verið eðlilegt, að lífeyrir hækkaði um það sama eða a.m.k. um 11,5 %. En það gerðist ekki. Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári, fiskvinnslufólk, sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja. Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný, um 9,7%, eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði; þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir. Miðað við orðalag laganna er ljóst, að lögin hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum. Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Lífeyrir hækkaði í janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar, sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi. Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei, öðru nær. Frumvarpið var lagt fram með 0 kr. hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja! Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um 12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr. á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt. Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Þetta var alger hungurlús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum. Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Alþjóðasamningar segja, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað lágmarkslaunum. Eftir þessu hefur ekki verið farið. Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir hér; launaþróun var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá? Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta. Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í maí um 14,5%. Þá hefði verið eðlilegt, að lífeyrir hækkaði um það sama eða a.m.k. um 11,5 %. En það gerðist ekki. Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári, fiskvinnslufólk, sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja. Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný, um 9,7%, eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði; þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir. Miðað við orðalag laganna er ljóst, að lögin hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum. Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Lífeyrir hækkaði í janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar, sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi. Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei, öðru nær. Frumvarpið var lagt fram með 0 kr. hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja! Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um 12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr. á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt. Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Þetta var alger hungurlús.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar