Hæstiréttur staðfestir þriggja ára nauðgunardóm Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 15:09 Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Birni Ingasyni og Jakobi Viðari Grétarssyni fyrir nauðgun. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Birni Ingasyni og Jakobi Viðari Grétarssyni fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl árið 2014. Mennirnir voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní á síðasta ári. Í ákæru var þeim gert að sök að hafa þvingað konu inn í svefnherbergi þar sem þeir héldu henni niðri meðan á kynferðismökum stóð. Nýttu þeir sér bæði yfirburði sína vegna aðstöðu-og aflsmunar og þá staðreynd að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum ölvunar. Hlaut konan marbletti á upphandleggi, hægri framhandlegg og hægri sköflung. Mennirnir neituðu báðir sök. Meðal gagna í málinu voru nokkur myndbönd. Eitt þeirra er tekið stuttu eftir nauðgunina heima hjá Inga Birni. Í því sést konan standa við svalardyr þar sem hún er að reykja og tala í síma. Á upptökunni heyrist síðan í Jakobi og Inga Birni leggja á ráðin um að samræma sögu sína: „Af hljóðupptöku heyrist er ákærði Jakob hvíslar að ákærða Inga Birni að þeir séu tveir og að brotaþoli hyggist kæra þá. Eigi meðákærði að muna að meðákærði hafi haft samfarir við brotaþola og að ákærði hafi verið í stofunni á móti. Muni ákærði styðja sögu hans,“ segir í dóminum. Á öðru myndbandi sést konan liggja ein í rúmi Inga Björns og Jakob Viðar heyrist segja: „Af hverju ert þú að segja við vin þinn að við séum búnir að rífa þig úr að neðan? Bubbi og þú voruð að ríða skilurðu.“ Í framhaldinu sést konan reisa sig upp og spyrja: „Er það, vorum við að ríða?“Í dómi Hæstaréttar segir að dómurinn úr héraði skuli vera óraskaður og að Ingi Björn og Jakob Viðar greiði hvor fyrir sitt leyti eina milljón króna með vöxtum til brotaþola. Þá munu þeir einnig þurfa að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna fyrir Hæstarétti, áfrýjunarkostnað málsins og þóknun skipaðs réttargæslumanns konunnar, alls rúma eina milljón króna. Tengdar fréttir Tveir menn dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn á fertugsaldri, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson. í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. 9. júní 2016 16:27 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Birni Ingasyni og Jakobi Viðari Grétarssyni fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl árið 2014. Mennirnir voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní á síðasta ári. Í ákæru var þeim gert að sök að hafa þvingað konu inn í svefnherbergi þar sem þeir héldu henni niðri meðan á kynferðismökum stóð. Nýttu þeir sér bæði yfirburði sína vegna aðstöðu-og aflsmunar og þá staðreynd að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum ölvunar. Hlaut konan marbletti á upphandleggi, hægri framhandlegg og hægri sköflung. Mennirnir neituðu báðir sök. Meðal gagna í málinu voru nokkur myndbönd. Eitt þeirra er tekið stuttu eftir nauðgunina heima hjá Inga Birni. Í því sést konan standa við svalardyr þar sem hún er að reykja og tala í síma. Á upptökunni heyrist síðan í Jakobi og Inga Birni leggja á ráðin um að samræma sögu sína: „Af hljóðupptöku heyrist er ákærði Jakob hvíslar að ákærða Inga Birni að þeir séu tveir og að brotaþoli hyggist kæra þá. Eigi meðákærði að muna að meðákærði hafi haft samfarir við brotaþola og að ákærði hafi verið í stofunni á móti. Muni ákærði styðja sögu hans,“ segir í dóminum. Á öðru myndbandi sést konan liggja ein í rúmi Inga Björns og Jakob Viðar heyrist segja: „Af hverju ert þú að segja við vin þinn að við séum búnir að rífa þig úr að neðan? Bubbi og þú voruð að ríða skilurðu.“ Í framhaldinu sést konan reisa sig upp og spyrja: „Er það, vorum við að ríða?“Í dómi Hæstaréttar segir að dómurinn úr héraði skuli vera óraskaður og að Ingi Björn og Jakob Viðar greiði hvor fyrir sitt leyti eina milljón króna með vöxtum til brotaþola. Þá munu þeir einnig þurfa að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna fyrir Hæstarétti, áfrýjunarkostnað málsins og þóknun skipaðs réttargæslumanns konunnar, alls rúma eina milljón króna.
Tengdar fréttir Tveir menn dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn á fertugsaldri, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson. í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. 9. júní 2016 16:27 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Tveir menn dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn á fertugsaldri, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson. í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. 9. júní 2016 16:27