Skýrsla Hannesar Hólmsteins kynnt í október Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. júní 2017 11:00 Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna. vísir/stefán Skýrsla Hannesar Hólmsteins, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 verður kynnt 8. október. Að sögn forstöðumanns Félagsvísindastofnunnar, Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, er skýrslan í yfirlestri. „Hann sagði við mig fyrir stuttu síðan að þetta væri komið í yfirlestur. Hann er búinn að gefa fólki kost á því að gera athugasemdir,“ segir Guðbjörg í samtali við Vísi.Kostnaðurinn sá sami Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Skýrslan er unnin fyrir fjármálaráðuneytið sem gerði samning við Félagsvísindastofnun um gerð skýrslunnar. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna.Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður félagsvísindastofnunar.Háskóli Íslands„Það er von á skýrslunni bráðlega. Ólíkt ýmsum skýrslum, sem rannsóknarnefndir Alþingis tóku að sér, eru greiðslur ekki breytilegar, svo að töfin á skilum hefur ekki valdið neinum aukakostnaði. Skýrslan mun kosta 10 millj. kr. eins og samið var um. Ég hef ekki fengið neitt greitt fyrir skýrsluna og mun ekki fá, heldur Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands,“ segir Hannes í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Guðbjörg Andrea segir að greiðslur fyrir skýrsluna renni til Rannsóknarseturs í stjórnmálum og efnahagsmálum sem heyri undir Félagsvísindastofnun. Að sögn Guðbjargar eru fleiri að vinna að þessu verkefni með Hannesi og nefnir meðal annars Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEiríkur segir að hann sé ekki að vinna að skýrslunni sjálfri heldur að annarri skýrslu um Icesave deiluna, sem tengist verkefninu að því leyti að verið sé að skoða erlend áhrif á hrunið.Skýrsla Eiríks hefur verið birt og í henni kemur fram að hún hafi verið styrkt af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í gegnum rannsóknarverkefni um erlend áhrif bankahrunsins. Eiríkur býst við því að Hannes muni nýta skýrsluna um Icesave sem heimild í sinni skýrslu. Facebookfærsla Hannesar þar sem hann tekur fram að fyrirlesturinn sé byggður á skýrslu sem hann vann um norrænu leiðirnar sem sé byggð á skýrslu hans um hrunið.SkjáskotKynnir niðurstöður á ráðstefnum Hannes tók þátt í ráðstefnu í apríl á Havaí á vegum Sambands um einkarekstur í skólakerfinu (The Association of Private Enterprise Education ) og fjallaði þar um norræna kerfið og velgengni þess. Hannes greindi frá því í færslu á Facebook í febrúar að fyrirlesturinn væri að mestu leyti saminn upp úr skýrslu hans fyrir fjármálaráðuneytið. Hann staðfestir þó að hann haldi reglulega kynningar á rannsókninni erlendis. Í skriflegu svari segist Hannes ekki hafa fjallað sérstaklega um niðurstöður skýrslunnar á þeirri ráðstefnu. „En ég hef kynnt margar niðurstöður mínar í rannsókninni á bankahruninu á öðrum ráðstefnum erlendis og hérlendis. Til dæmis kynnti ég nokkrar niðurstöður á ráðstefnu í Búdapest að viðstöddum fyrrv. fjármálaráðherra Bretlands, Lamont lávarði, og baðst hann afsökunar á beitingu hryðjuverkalaganna,“ segir Hannes. Hann bendir jafnframt á að hægt sé að nálgast fyrirlestra hans inn á heimasíðu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt. Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Skýrsla Hannesar Hólmsteins, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 verður kynnt 8. október. Að sögn forstöðumanns Félagsvísindastofnunnar, Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, er skýrslan í yfirlestri. „Hann sagði við mig fyrir stuttu síðan að þetta væri komið í yfirlestur. Hann er búinn að gefa fólki kost á því að gera athugasemdir,“ segir Guðbjörg í samtali við Vísi.Kostnaðurinn sá sami Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Skýrslan er unnin fyrir fjármálaráðuneytið sem gerði samning við Félagsvísindastofnun um gerð skýrslunnar. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna.Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður félagsvísindastofnunar.Háskóli Íslands„Það er von á skýrslunni bráðlega. Ólíkt ýmsum skýrslum, sem rannsóknarnefndir Alþingis tóku að sér, eru greiðslur ekki breytilegar, svo að töfin á skilum hefur ekki valdið neinum aukakostnaði. Skýrslan mun kosta 10 millj. kr. eins og samið var um. Ég hef ekki fengið neitt greitt fyrir skýrsluna og mun ekki fá, heldur Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands,“ segir Hannes í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Guðbjörg Andrea segir að greiðslur fyrir skýrsluna renni til Rannsóknarseturs í stjórnmálum og efnahagsmálum sem heyri undir Félagsvísindastofnun. Að sögn Guðbjargar eru fleiri að vinna að þessu verkefni með Hannesi og nefnir meðal annars Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEiríkur segir að hann sé ekki að vinna að skýrslunni sjálfri heldur að annarri skýrslu um Icesave deiluna, sem tengist verkefninu að því leyti að verið sé að skoða erlend áhrif á hrunið.Skýrsla Eiríks hefur verið birt og í henni kemur fram að hún hafi verið styrkt af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í gegnum rannsóknarverkefni um erlend áhrif bankahrunsins. Eiríkur býst við því að Hannes muni nýta skýrsluna um Icesave sem heimild í sinni skýrslu. Facebookfærsla Hannesar þar sem hann tekur fram að fyrirlesturinn sé byggður á skýrslu sem hann vann um norrænu leiðirnar sem sé byggð á skýrslu hans um hrunið.SkjáskotKynnir niðurstöður á ráðstefnum Hannes tók þátt í ráðstefnu í apríl á Havaí á vegum Sambands um einkarekstur í skólakerfinu (The Association of Private Enterprise Education ) og fjallaði þar um norræna kerfið og velgengni þess. Hannes greindi frá því í færslu á Facebook í febrúar að fyrirlesturinn væri að mestu leyti saminn upp úr skýrslu hans fyrir fjármálaráðuneytið. Hann staðfestir þó að hann haldi reglulega kynningar á rannsókninni erlendis. Í skriflegu svari segist Hannes ekki hafa fjallað sérstaklega um niðurstöður skýrslunnar á þeirri ráðstefnu. „En ég hef kynnt margar niðurstöður mínar í rannsókninni á bankahruninu á öðrum ráðstefnum erlendis og hérlendis. Til dæmis kynnti ég nokkrar niðurstöður á ráðstefnu í Búdapest að viðstöddum fyrrv. fjármálaráðherra Bretlands, Lamont lávarði, og baðst hann afsökunar á beitingu hryðjuverkalaganna,“ segir Hannes. Hann bendir jafnframt á að hægt sé að nálgast fyrirlestra hans inn á heimasíðu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt.
Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00
Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00