Fótbolti

Mourinho ákærður fyrir skattsvik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho stakk ríflega þremur milljónum evra undan skatti.
José Mourinho stakk ríflega þremur milljónum evra undan skatti. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið ákærður fyrir skattsvik á Spáni frá því hann stýrði Real Madrid þar í landi frá 2010-2013. BBC greinir frá.

Portúgalinn er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra eða 335 milljónum íslenskra króna undan skatti frá 2011 til 2012.

Hann er ekki fyrsta stórstjarnan í fótboltanum á Spáni sem lendir í skattayfirvöldum en búið er að dæma Lionel Messi og þá mun Cristiano Ronaldo bera vitni í sínu máli í júlí.

Mourinho hefur ekki enn þá tjáð sig um ákæruna.

José Mourinho stýrði Real Madrid til Spánarmeistaratitilsins árið 2013 og þá vann hann bikarinn árið 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×