Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. júní 2017 07:00 Hátt í hundrað viðbragðsaðilar voru kallaðir út. vísir/epa Minnst einn lést og níu slösuðust í hryðjuverkaárás tæplega fimmtugs Breta í London í gær. Fjölskylda mannsins segir að hann hafi lengi glímt við veikindi. Hann væri hins vegar ekki kynþáttahatari. Árásin átti sér stað fyrir utan mosku í Finsbury-hverfinu í norðurhluta London skömmu eftir miðnætti. Hinn látni var á gamalsaldri og hafði verið sjúkur fyrir. Hin slösuðu voru að veita honum aðhlynningu þegar ekið var á þau. Nokkur hinna særðu eru lífshættulega særð. Árásarmaðurinn heitir Darren Osborne og er breskur fjögurra barna faðir á fimmtugsaldri. Hann var handtekinn á staðnum. Sjónarvottar segja að ímam úr moskunni hafi komið í veg fyrir að æstur múgur réðist á hann. Osborne á rætur að rekja til Cardiff í Wales. Húsleit var gerð á nokkrum stöðum í borginni í tengslum við árásina. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ „Í morgun vöknuðu íbúar Bretlands við fregnir af enn einni hryðjuverkaárásinni á götum höfuðborgar okkar. Þetta er önnur árásin í þessum mánuði og er hún jafn mikið áfall og þær sem á undan hafa komið,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í gærmorgun. „Þetta er árás sem beint var gegn venjulegum og saklausum Bretum í hinu daglega amstri. Að þessu sinni gegn breskum múslimum á leið frá mosku.“ „Þegar hann kom út úr bílnum vildi hann hlaupast á brott. Hann sagði ítrekað að hann vildi drepa múslima,“ segir sjónarvotturinn Abdul Raman við BBC. „Ég hæfði hann í magann og í kjölfarið vorum við nokkrir sem héldum honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang.“ Öryggismálaráðherrann Ben Wallace segir að maðurinn hafi ekki verið talinn ógn af leyniþjónustunni og þá væri ekkert sem benti til þess að hann ætti sér samverkamenn. Hann bætti því við að árásin hefði verið skilgreind sem hryðjuverk átta mínútum eftir að hún átti sér stað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Minnst einn lést og níu slösuðust í hryðjuverkaárás tæplega fimmtugs Breta í London í gær. Fjölskylda mannsins segir að hann hafi lengi glímt við veikindi. Hann væri hins vegar ekki kynþáttahatari. Árásin átti sér stað fyrir utan mosku í Finsbury-hverfinu í norðurhluta London skömmu eftir miðnætti. Hinn látni var á gamalsaldri og hafði verið sjúkur fyrir. Hin slösuðu voru að veita honum aðhlynningu þegar ekið var á þau. Nokkur hinna særðu eru lífshættulega særð. Árásarmaðurinn heitir Darren Osborne og er breskur fjögurra barna faðir á fimmtugsaldri. Hann var handtekinn á staðnum. Sjónarvottar segja að ímam úr moskunni hafi komið í veg fyrir að æstur múgur réðist á hann. Osborne á rætur að rekja til Cardiff í Wales. Húsleit var gerð á nokkrum stöðum í borginni í tengslum við árásina. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ „Í morgun vöknuðu íbúar Bretlands við fregnir af enn einni hryðjuverkaárásinni á götum höfuðborgar okkar. Þetta er önnur árásin í þessum mánuði og er hún jafn mikið áfall og þær sem á undan hafa komið,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í gærmorgun. „Þetta er árás sem beint var gegn venjulegum og saklausum Bretum í hinu daglega amstri. Að þessu sinni gegn breskum múslimum á leið frá mosku.“ „Þegar hann kom út úr bílnum vildi hann hlaupast á brott. Hann sagði ítrekað að hann vildi drepa múslima,“ segir sjónarvotturinn Abdul Raman við BBC. „Ég hæfði hann í magann og í kjölfarið vorum við nokkrir sem héldum honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang.“ Öryggismálaráðherrann Ben Wallace segir að maðurinn hafi ekki verið talinn ógn af leyniþjónustunni og þá væri ekkert sem benti til þess að hann ætti sér samverkamenn. Hann bætti því við að árásin hefði verið skilgreind sem hryðjuverk átta mínútum eftir að hún átti sér stað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57
Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent