Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2017 19:59 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. Skólastjóra skólans er gefið að sök að hafa setið ofan á barni og stuðningsfulltrúa að hafa beitt fjóra drengi ofbeldi þegar þeir létu ekki að stjórn. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjóra drengi í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn sakaður um að hafa setið ofan á einum drengnum í nokkurn tíma en hlutur starfsmannsins sem er stuðningsfulltrúi er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Um er að ræða 9 ára drengi. „Svo mikið get ég sagt að þær ávirðingar sem eru nefndar varðandi skólastjóra þær hef ég ekki geta fengið staðfestar af starfsmönnum sem voru viðstaddir. Þannig að þarna hefur mögulega upplifun verið öðruvísi hjá barni og starfsmanni,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar. Ásakanir á stuðningsfulltrúann sé heldur fleiri og alvarlegri og segir Margrét Pála að bæði hann og skólastjórinn hafi notið mikilla vinsælda meðal barna og foreldra í gegn um tíðina. „Foreldrar bara almennt í skólanum spurja sig eðlilega hefur eitthvað gerst með mitt barn og hvað hefur verið í gangi,“ segir Margrét Pála. Í Fréttablaðinu í dag steig móðir eins drengsins fram og lýsti ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. Hún lýsir því í samtali við blaðið að þegar leitað hafi verið til skólastjóra vegna ofbeldis í garð sonar hennar hafi lítið verið gert úr atvikinu. Móðirin lýsir því í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í skólaborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Mér var kunnugt um eitt þessara tilvika sem kom upp fyrir um tveimur árum og þá veit ég að skólastjóri fór yfir það mál með bæði starfsmanni og foreldri. Samkvæmt barnaverndarlögum ber okkur að tilkynna ef atferli starfsmanns er stórlega ábótavant. Á þeim tíma var ekki talið að þetta væri stórlega ábótavant heldur var um munnlega áminningu að ræða og síðar fór sá starfsmaður reyndar og var samkomulag um það að hann hvarf til annara starfa,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála útskýrir að öll atvikin hafi komið upp í erfiðum aðstæðum. „Mínar áhyggjur er nefninlega líka að skólinn hafi mögulega gert mistök sem og hjallastefnan. Að þarna hafi verið um aðstæður að ræða sem voru of erfiðar og að skólinn hafi ekki haft bjargráð,“ segir Margrét Pála og ítrekar að málið sé tekið mjög alvarlega. „Það er ekki efi í mínum huga að ef það kemur minnsti grunur um ofbeldi gegn barni þá ber að rennsaka það og það strax,“ segir Margrét Pála. Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. Skólastjóra skólans er gefið að sök að hafa setið ofan á barni og stuðningsfulltrúa að hafa beitt fjóra drengi ofbeldi þegar þeir létu ekki að stjórn. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjóra drengi í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn sakaður um að hafa setið ofan á einum drengnum í nokkurn tíma en hlutur starfsmannsins sem er stuðningsfulltrúi er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Um er að ræða 9 ára drengi. „Svo mikið get ég sagt að þær ávirðingar sem eru nefndar varðandi skólastjóra þær hef ég ekki geta fengið staðfestar af starfsmönnum sem voru viðstaddir. Þannig að þarna hefur mögulega upplifun verið öðruvísi hjá barni og starfsmanni,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar. Ásakanir á stuðningsfulltrúann sé heldur fleiri og alvarlegri og segir Margrét Pála að bæði hann og skólastjórinn hafi notið mikilla vinsælda meðal barna og foreldra í gegn um tíðina. „Foreldrar bara almennt í skólanum spurja sig eðlilega hefur eitthvað gerst með mitt barn og hvað hefur verið í gangi,“ segir Margrét Pála. Í Fréttablaðinu í dag steig móðir eins drengsins fram og lýsti ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. Hún lýsir því í samtali við blaðið að þegar leitað hafi verið til skólastjóra vegna ofbeldis í garð sonar hennar hafi lítið verið gert úr atvikinu. Móðirin lýsir því í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í skólaborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Mér var kunnugt um eitt þessara tilvika sem kom upp fyrir um tveimur árum og þá veit ég að skólastjóri fór yfir það mál með bæði starfsmanni og foreldri. Samkvæmt barnaverndarlögum ber okkur að tilkynna ef atferli starfsmanns er stórlega ábótavant. Á þeim tíma var ekki talið að þetta væri stórlega ábótavant heldur var um munnlega áminningu að ræða og síðar fór sá starfsmaður reyndar og var samkomulag um það að hann hvarf til annara starfa,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála útskýrir að öll atvikin hafi komið upp í erfiðum aðstæðum. „Mínar áhyggjur er nefninlega líka að skólinn hafi mögulega gert mistök sem og hjallastefnan. Að þarna hafi verið um aðstæður að ræða sem voru of erfiðar og að skólinn hafi ekki haft bjargráð,“ segir Margrét Pála og ítrekar að málið sé tekið mjög alvarlega. „Það er ekki efi í mínum huga að ef það kemur minnsti grunur um ofbeldi gegn barni þá ber að rennsaka það og það strax,“ segir Margrét Pála.
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00