Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2017 19:59 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. Skólastjóra skólans er gefið að sök að hafa setið ofan á barni og stuðningsfulltrúa að hafa beitt fjóra drengi ofbeldi þegar þeir létu ekki að stjórn. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjóra drengi í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn sakaður um að hafa setið ofan á einum drengnum í nokkurn tíma en hlutur starfsmannsins sem er stuðningsfulltrúi er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Um er að ræða 9 ára drengi. „Svo mikið get ég sagt að þær ávirðingar sem eru nefndar varðandi skólastjóra þær hef ég ekki geta fengið staðfestar af starfsmönnum sem voru viðstaddir. Þannig að þarna hefur mögulega upplifun verið öðruvísi hjá barni og starfsmanni,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar. Ásakanir á stuðningsfulltrúann sé heldur fleiri og alvarlegri og segir Margrét Pála að bæði hann og skólastjórinn hafi notið mikilla vinsælda meðal barna og foreldra í gegn um tíðina. „Foreldrar bara almennt í skólanum spurja sig eðlilega hefur eitthvað gerst með mitt barn og hvað hefur verið í gangi,“ segir Margrét Pála. Í Fréttablaðinu í dag steig móðir eins drengsins fram og lýsti ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. Hún lýsir því í samtali við blaðið að þegar leitað hafi verið til skólastjóra vegna ofbeldis í garð sonar hennar hafi lítið verið gert úr atvikinu. Móðirin lýsir því í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í skólaborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Mér var kunnugt um eitt þessara tilvika sem kom upp fyrir um tveimur árum og þá veit ég að skólastjóri fór yfir það mál með bæði starfsmanni og foreldri. Samkvæmt barnaverndarlögum ber okkur að tilkynna ef atferli starfsmanns er stórlega ábótavant. Á þeim tíma var ekki talið að þetta væri stórlega ábótavant heldur var um munnlega áminningu að ræða og síðar fór sá starfsmaður reyndar og var samkomulag um það að hann hvarf til annara starfa,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála útskýrir að öll atvikin hafi komið upp í erfiðum aðstæðum. „Mínar áhyggjur er nefninlega líka að skólinn hafi mögulega gert mistök sem og hjallastefnan. Að þarna hafi verið um aðstæður að ræða sem voru of erfiðar og að skólinn hafi ekki haft bjargráð,“ segir Margrét Pála og ítrekar að málið sé tekið mjög alvarlega. „Það er ekki efi í mínum huga að ef það kemur minnsti grunur um ofbeldi gegn barni þá ber að rennsaka það og það strax,“ segir Margrét Pála. Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. Skólastjóra skólans er gefið að sök að hafa setið ofan á barni og stuðningsfulltrúa að hafa beitt fjóra drengi ofbeldi þegar þeir létu ekki að stjórn. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjóra drengi í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn sakaður um að hafa setið ofan á einum drengnum í nokkurn tíma en hlutur starfsmannsins sem er stuðningsfulltrúi er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Um er að ræða 9 ára drengi. „Svo mikið get ég sagt að þær ávirðingar sem eru nefndar varðandi skólastjóra þær hef ég ekki geta fengið staðfestar af starfsmönnum sem voru viðstaddir. Þannig að þarna hefur mögulega upplifun verið öðruvísi hjá barni og starfsmanni,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar. Ásakanir á stuðningsfulltrúann sé heldur fleiri og alvarlegri og segir Margrét Pála að bæði hann og skólastjórinn hafi notið mikilla vinsælda meðal barna og foreldra í gegn um tíðina. „Foreldrar bara almennt í skólanum spurja sig eðlilega hefur eitthvað gerst með mitt barn og hvað hefur verið í gangi,“ segir Margrét Pála. Í Fréttablaðinu í dag steig móðir eins drengsins fram og lýsti ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. Hún lýsir því í samtali við blaðið að þegar leitað hafi verið til skólastjóra vegna ofbeldis í garð sonar hennar hafi lítið verið gert úr atvikinu. Móðirin lýsir því í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í skólaborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Mér var kunnugt um eitt þessara tilvika sem kom upp fyrir um tveimur árum og þá veit ég að skólastjóri fór yfir það mál með bæði starfsmanni og foreldri. Samkvæmt barnaverndarlögum ber okkur að tilkynna ef atferli starfsmanns er stórlega ábótavant. Á þeim tíma var ekki talið að þetta væri stórlega ábótavant heldur var um munnlega áminningu að ræða og síðar fór sá starfsmaður reyndar og var samkomulag um það að hann hvarf til annara starfa,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála útskýrir að öll atvikin hafi komið upp í erfiðum aðstæðum. „Mínar áhyggjur er nefninlega líka að skólinn hafi mögulega gert mistök sem og hjallastefnan. Að þarna hafi verið um aðstæður að ræða sem voru of erfiðar og að skólinn hafi ekki haft bjargráð,“ segir Margrét Pála og ítrekar að málið sé tekið mjög alvarlega. „Það er ekki efi í mínum huga að ef það kemur minnsti grunur um ofbeldi gegn barni þá ber að rennsaka það og það strax,“ segir Margrét Pála.
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00