Sport

Venus Williams sögð í órétti í banvænu umferðarslysi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Venus Williams.
Venus Williams. Vísir/Getty
78 ára bandarískur karlmaður er látinn eftir umferðarslys í Flórída í Bandaríkjunum. Bifreið sem hann var í lenti í árekstri við bíl Venus Williams, tennisstjörnu.

Áreksturinn átti sér stað 9. júní og var maðurinn fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést tveimur vikum síðar af meiðslum sínum.

Lögregluyfirvöld telja að Williams hafi verið í órétti en lögmaður hennar neitar því og segir að um slys hafi verið að ræða. Hún hefur ekki enn verið ákærð af yfirvöldum en málið er enn í rannsókn.

Maðurinn sem lést, Jerome Barson, var í bílnum með eiginkonu sinni sem slasaðist einnig en lifði af.

Áreksturinn átti sér við gatnamót en samkvæmt frétt BBC mun bíll Williams ekið í veg fyrir bíl hjónanna. Enginn grunur er að Williams hafi verið undir áhrifum vímugjafa eða verið að nota farsíma í akstri.

Hún sagði sjálf að hún hafi ekki séð hinn bílinn og að hún hafi verið að keyra hægt. Lögmaður hennar segir að Williams hafi ekið yfir gatnamótin á grænu ljósi og að lögregluskýrsla hafi staðfest að hún hafi verið á 8 km/klst hraða þegar áreksturinn átti sér stað.

Vottaði hún fjölskyldu hins látna samúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×