Upplýsti ekki um saurmengun því hún var talin skaðlaus Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júlí 2017 19:15 Frá sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins í sjónum við Faxaskjól í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Viðgerðir á dælustöðinni í Faxaskjóli hófust um miðjan júní. Viðgerðum er ekki ennþá að fullu lokið en viðgerðin er tímafrek. Áður en greint var frá saurmengun við dælustöðina í Faxaskjóli í fréttum RÚV hinn 5. júlí síðastliðinn hafði skólp flætt út í sjó við Faxaskjól í tíu sólarhringa samfleytt vegna bilunnar í stöðinni. Hvorki Veitur ohf., Reykjavíkurborg né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu um saurmengunina við Faxaskjól að eigin frumkvæði enda var fyrst greint frá henni í fjölmiðlum. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um skaðlega mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Skyldan kemur fram í 2. mgr. 10. gr. laganna en þar segir: „er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Í greinargerð með frumvarpi um lagabreytinguna segir að í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði í janúar 2011 hafi umhverfisnefnd Alþingis ákveðið að skoða nánar löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan hafi verið sú að kveða þyrfti skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði.S. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.vísir/hariFram kemur í lögunum að stjórnvöld í skilningi laganna séu ríki og sveitarfélög, lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu og lögaðilar sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið. Ljóst er að framansögðu að upplýsingaskyldan hvílir á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. „Heilbrigðiseftirlitið er sá aðili sem metur hvort hætta steðji að almenningi í tilvikum sem þessum,“ segir S. Björn Blöndal í skriflegu svari við fyrirspurn um málið en hann er þar að vísa til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. S. Björn gaf ekki sjálfur kost á viðtali í dag. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðiseftirlitið hafi metið það svo að ekki bæri að tilkynna um saurmengunina að eigin frumkvæði þar sem eftirlitið hafi talið að almenningi stafaði ekki hætta af þessari skólplosun við Faxaskjól. Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljós að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina. Í fjörunni austan megin við stöðina var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum. Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5 km fjarlægð frá Nauthólsvík sem er vinsæll baðstaður. Heilbrigðiseftirlitið áréttaði í tilkynningu í dag að engin saurmengun væri í sjónum við Nauthólsvík vegna bilunarinnar í dælustöðinni í Faxaskjóli. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Viðgerðir á dælustöðinni í Faxaskjóli hófust um miðjan júní. Viðgerðum er ekki ennþá að fullu lokið en viðgerðin er tímafrek. Áður en greint var frá saurmengun við dælustöðina í Faxaskjóli í fréttum RÚV hinn 5. júlí síðastliðinn hafði skólp flætt út í sjó við Faxaskjól í tíu sólarhringa samfleytt vegna bilunnar í stöðinni. Hvorki Veitur ohf., Reykjavíkurborg né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu um saurmengunina við Faxaskjól að eigin frumkvæði enda var fyrst greint frá henni í fjölmiðlum. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um skaðlega mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Skyldan kemur fram í 2. mgr. 10. gr. laganna en þar segir: „er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Í greinargerð með frumvarpi um lagabreytinguna segir að í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði í janúar 2011 hafi umhverfisnefnd Alþingis ákveðið að skoða nánar löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan hafi verið sú að kveða þyrfti skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði.S. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.vísir/hariFram kemur í lögunum að stjórnvöld í skilningi laganna séu ríki og sveitarfélög, lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu og lögaðilar sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið. Ljóst er að framansögðu að upplýsingaskyldan hvílir á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. „Heilbrigðiseftirlitið er sá aðili sem metur hvort hætta steðji að almenningi í tilvikum sem þessum,“ segir S. Björn Blöndal í skriflegu svari við fyrirspurn um málið en hann er þar að vísa til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. S. Björn gaf ekki sjálfur kost á viðtali í dag. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðiseftirlitið hafi metið það svo að ekki bæri að tilkynna um saurmengunina að eigin frumkvæði þar sem eftirlitið hafi talið að almenningi stafaði ekki hætta af þessari skólplosun við Faxaskjól. Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljós að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina. Í fjörunni austan megin við stöðina var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum. Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5 km fjarlægð frá Nauthólsvík sem er vinsæll baðstaður. Heilbrigðiseftirlitið áréttaði í tilkynningu í dag að engin saurmengun væri í sjónum við Nauthólsvík vegna bilunarinnar í dælustöðinni í Faxaskjóli.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira