Innlent

Erlendur ferðamaður lést í Hljóðaklettum

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Hljóðaklettum þar sem slysið átti sér stað.
Frá Hljóðaklettum þar sem slysið átti sér stað. Vatnajökulsþjóðgarður
Erlendur ferðamaður féll til bana fram af hamrabrún í Hljóðaklettum í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að nánari tildrög slyssins liggi ekki fyrir. Maðurinn féll niður um fimmtán til tuttugu metra.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist um kl. 15 í dag. Björgunarsveitir voru kallaðar út og aðstoðuðu þær lögreglu á vettvangi.

Landhelgisgæsla Íslands sendi þyrlu af stað en stuttu síðar var hún afturkölluð vegna þess að maðurinn var úrskurðaður látinn af læknum á vettvangi.

Ekki er grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Rannsókn málsins heldur áfram og því segir lögreglan ekki hægt að veita frekari upplýsingar að sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×