Stórkostlegt sjónarspil þegar almyrkvi gengur yfir Bandaríkin Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. júlí 2017 20:00 Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið nítján hundruð og átján sem almyrkvi nær yfir Bandaríkin þver og endilöng. Þetta verður sennilega sá sólmyrkvi sem flestir munu sjá. Tunglið gengur milli sólar og Jarðar þann 21. ágúst. Það er í raun stórkostleg, kosmísk tilviljun að slíkt geti yfir höfuð gerst – sólin er 400 sinnum stærri en tunglið, en tunglið er 400 sinnum nær okkur en sólin. „Þetta er náttúrulega almyrkvi. Fyrir tveimur árum þá fengum við deildarmyrkva, þegar tunglið fór fyrir hluta sólarinnar,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. „Munurinn er eins og dagur og nótt. Þetta er einhver stórkostlegasta sýning náttúrunnar sem hægt er að sjá. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um þennan eina almyrkva sem ég hef séð sem var í Indónesíu í fyrra.“ Sævar Helgi eltir almyrkvann til Bandaríkjanna og heldur vestur um haf á næstu dögum. Þolinmóðir geta beðið eftir almyrkva hér á Íslandi en hann verður eftir níu ár. „Við fáum svona tækifæri eftir níu ár, þegar almyrkvi gengur yfir Ísland. Það hefur ekki sést almyrkvi í Reykjavík síðan árið 1433 og þar á eftir verður almyrkvi árið 2196. Þannig að það þarf stundum að bíða lengi og eins gott að nýta tækifærið þegar það gefst.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið nítján hundruð og átján sem almyrkvi nær yfir Bandaríkin þver og endilöng. Þetta verður sennilega sá sólmyrkvi sem flestir munu sjá. Tunglið gengur milli sólar og Jarðar þann 21. ágúst. Það er í raun stórkostleg, kosmísk tilviljun að slíkt geti yfir höfuð gerst – sólin er 400 sinnum stærri en tunglið, en tunglið er 400 sinnum nær okkur en sólin. „Þetta er náttúrulega almyrkvi. Fyrir tveimur árum þá fengum við deildarmyrkva, þegar tunglið fór fyrir hluta sólarinnar,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. „Munurinn er eins og dagur og nótt. Þetta er einhver stórkostlegasta sýning náttúrunnar sem hægt er að sjá. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um þennan eina almyrkva sem ég hef séð sem var í Indónesíu í fyrra.“ Sævar Helgi eltir almyrkvann til Bandaríkjanna og heldur vestur um haf á næstu dögum. Þolinmóðir geta beðið eftir almyrkva hér á Íslandi en hann verður eftir níu ár. „Við fáum svona tækifæri eftir níu ár, þegar almyrkvi gengur yfir Ísland. Það hefur ekki sést almyrkvi í Reykjavík síðan árið 1433 og þar á eftir verður almyrkvi árið 2196. Þannig að það þarf stundum að bíða lengi og eins gott að nýta tækifærið þegar það gefst.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira