Stórkostlegt sjónarspil þegar almyrkvi gengur yfir Bandaríkin Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. júlí 2017 20:00 Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið nítján hundruð og átján sem almyrkvi nær yfir Bandaríkin þver og endilöng. Þetta verður sennilega sá sólmyrkvi sem flestir munu sjá. Tunglið gengur milli sólar og Jarðar þann 21. ágúst. Það er í raun stórkostleg, kosmísk tilviljun að slíkt geti yfir höfuð gerst – sólin er 400 sinnum stærri en tunglið, en tunglið er 400 sinnum nær okkur en sólin. „Þetta er náttúrulega almyrkvi. Fyrir tveimur árum þá fengum við deildarmyrkva, þegar tunglið fór fyrir hluta sólarinnar,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. „Munurinn er eins og dagur og nótt. Þetta er einhver stórkostlegasta sýning náttúrunnar sem hægt er að sjá. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um þennan eina almyrkva sem ég hef séð sem var í Indónesíu í fyrra.“ Sævar Helgi eltir almyrkvann til Bandaríkjanna og heldur vestur um haf á næstu dögum. Þolinmóðir geta beðið eftir almyrkva hér á Íslandi en hann verður eftir níu ár. „Við fáum svona tækifæri eftir níu ár, þegar almyrkvi gengur yfir Ísland. Það hefur ekki sést almyrkvi í Reykjavík síðan árið 1433 og þar á eftir verður almyrkvi árið 2196. Þannig að það þarf stundum að bíða lengi og eins gott að nýta tækifærið þegar það gefst.“ Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið nítján hundruð og átján sem almyrkvi nær yfir Bandaríkin þver og endilöng. Þetta verður sennilega sá sólmyrkvi sem flestir munu sjá. Tunglið gengur milli sólar og Jarðar þann 21. ágúst. Það er í raun stórkostleg, kosmísk tilviljun að slíkt geti yfir höfuð gerst – sólin er 400 sinnum stærri en tunglið, en tunglið er 400 sinnum nær okkur en sólin. „Þetta er náttúrulega almyrkvi. Fyrir tveimur árum þá fengum við deildarmyrkva, þegar tunglið fór fyrir hluta sólarinnar,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. „Munurinn er eins og dagur og nótt. Þetta er einhver stórkostlegasta sýning náttúrunnar sem hægt er að sjá. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um þennan eina almyrkva sem ég hef séð sem var í Indónesíu í fyrra.“ Sævar Helgi eltir almyrkvann til Bandaríkjanna og heldur vestur um haf á næstu dögum. Þolinmóðir geta beðið eftir almyrkva hér á Íslandi en hann verður eftir níu ár. „Við fáum svona tækifæri eftir níu ár, þegar almyrkvi gengur yfir Ísland. Það hefur ekki sést almyrkvi í Reykjavík síðan árið 1433 og þar á eftir verður almyrkvi árið 2196. Þannig að það þarf stundum að bíða lengi og eins gott að nýta tækifærið þegar það gefst.“
Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira