Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:00 Söngkonan Kesha getur nú loksins sent frá sér tónlist á ný. Vísir/Getty Tónlistarkonan Kesha hefur gefið út sína fyrstu tónsmíð í fjögur ár en lagið Praying leit dagsins ljós í gær. Kesha hefur undanfarin ár verið föst í viðjum lagaflækja en hún á í deilum við fyrrum útgáfustjóra sinn, sem urðu til þess að hún gat ekki gefið út nýja tónlist. Árið 2014 kærði Kesha upptökustjóra sinn, Dr. Luke, fyrir kynferðisofbeldi. Hún segir hann jafnframt hafa byrlað sér nauðgunarlyf og níðst endurtekið á sér andlega. Dr. Luke hefur ætíð neitað öllum ásökunum Keshu. Málið var látið niður falla í Kaliforníufylki en meðferð þess stendur enn yfir í New York. Lagaflækjurnar hafa valdið því að Kesha, sem er samningsbundin útgáfufyrirtækinu Sony, hefur ekki getað sent frá sér nýja tónlist í nær fjögur ár.Efnið á plötunni vísar í ofbeldið Nú hefur orðið breyting þar á en lagið Praying kom út í gær. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Keshu, Rainbow, sem gefin verður út þann 11. ágúst næstkomandi. Lagið, og platan öll í heild sinni, vísar greinilega í áralanga baráttu söngkonunnar við Dr. Luke, sem heitir fullu nafni Lukas Gottwald, og ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig. „Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir nokkru listaverki áður,“ sagði Kesha um lagið er hún ávarpaði viðstadda í hlustunarpartíi plötunnar sem hún hélt í gær í London. Hún segir lagið farveg fyrir „alvarlegt vonleysi og þunglyndi“ en með því segist hún enn fremur hafa fundið „styrk í sjálfri sér, jafnvel þegar hann virtist utan seilingar.“Önnur lög á plötunni fjalla um sambærileg málefni. Lagið Bastards fjallar um einelti og þá er lagið Woman svar við ummælum Bandaríkjaforseta um konur og hvernig hann „grípur í píkuna á þeim.“ Útgáfufyrirtæki Keshu, Sony/RCA, hefur enn ekki gefið það formlega út hvernig samningum fyrirtækisins við söngkonuna er nú háttað. Síðasta útspil Keshu í tónlistarheiminum var platan Warrior sem kom út árið 2012. Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarkonan Kesha hefur gefið út sína fyrstu tónsmíð í fjögur ár en lagið Praying leit dagsins ljós í gær. Kesha hefur undanfarin ár verið föst í viðjum lagaflækja en hún á í deilum við fyrrum útgáfustjóra sinn, sem urðu til þess að hún gat ekki gefið út nýja tónlist. Árið 2014 kærði Kesha upptökustjóra sinn, Dr. Luke, fyrir kynferðisofbeldi. Hún segir hann jafnframt hafa byrlað sér nauðgunarlyf og níðst endurtekið á sér andlega. Dr. Luke hefur ætíð neitað öllum ásökunum Keshu. Málið var látið niður falla í Kaliforníufylki en meðferð þess stendur enn yfir í New York. Lagaflækjurnar hafa valdið því að Kesha, sem er samningsbundin útgáfufyrirtækinu Sony, hefur ekki getað sent frá sér nýja tónlist í nær fjögur ár.Efnið á plötunni vísar í ofbeldið Nú hefur orðið breyting þar á en lagið Praying kom út í gær. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Keshu, Rainbow, sem gefin verður út þann 11. ágúst næstkomandi. Lagið, og platan öll í heild sinni, vísar greinilega í áralanga baráttu söngkonunnar við Dr. Luke, sem heitir fullu nafni Lukas Gottwald, og ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig. „Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir nokkru listaverki áður,“ sagði Kesha um lagið er hún ávarpaði viðstadda í hlustunarpartíi plötunnar sem hún hélt í gær í London. Hún segir lagið farveg fyrir „alvarlegt vonleysi og þunglyndi“ en með því segist hún enn fremur hafa fundið „styrk í sjálfri sér, jafnvel þegar hann virtist utan seilingar.“Önnur lög á plötunni fjalla um sambærileg málefni. Lagið Bastards fjallar um einelti og þá er lagið Woman svar við ummælum Bandaríkjaforseta um konur og hvernig hann „grípur í píkuna á þeim.“ Útgáfufyrirtæki Keshu, Sony/RCA, hefur enn ekki gefið það formlega út hvernig samningum fyrirtækisins við söngkonuna er nú háttað. Síðasta útspil Keshu í tónlistarheiminum var platan Warrior sem kom út árið 2012.
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira