Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:00 Söngkonan Kesha getur nú loksins sent frá sér tónlist á ný. Vísir/Getty Tónlistarkonan Kesha hefur gefið út sína fyrstu tónsmíð í fjögur ár en lagið Praying leit dagsins ljós í gær. Kesha hefur undanfarin ár verið föst í viðjum lagaflækja en hún á í deilum við fyrrum útgáfustjóra sinn, sem urðu til þess að hún gat ekki gefið út nýja tónlist. Árið 2014 kærði Kesha upptökustjóra sinn, Dr. Luke, fyrir kynferðisofbeldi. Hún segir hann jafnframt hafa byrlað sér nauðgunarlyf og níðst endurtekið á sér andlega. Dr. Luke hefur ætíð neitað öllum ásökunum Keshu. Málið var látið niður falla í Kaliforníufylki en meðferð þess stendur enn yfir í New York. Lagaflækjurnar hafa valdið því að Kesha, sem er samningsbundin útgáfufyrirtækinu Sony, hefur ekki getað sent frá sér nýja tónlist í nær fjögur ár.Efnið á plötunni vísar í ofbeldið Nú hefur orðið breyting þar á en lagið Praying kom út í gær. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Keshu, Rainbow, sem gefin verður út þann 11. ágúst næstkomandi. Lagið, og platan öll í heild sinni, vísar greinilega í áralanga baráttu söngkonunnar við Dr. Luke, sem heitir fullu nafni Lukas Gottwald, og ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig. „Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir nokkru listaverki áður,“ sagði Kesha um lagið er hún ávarpaði viðstadda í hlustunarpartíi plötunnar sem hún hélt í gær í London. Hún segir lagið farveg fyrir „alvarlegt vonleysi og þunglyndi“ en með því segist hún enn fremur hafa fundið „styrk í sjálfri sér, jafnvel þegar hann virtist utan seilingar.“Önnur lög á plötunni fjalla um sambærileg málefni. Lagið Bastards fjallar um einelti og þá er lagið Woman svar við ummælum Bandaríkjaforseta um konur og hvernig hann „grípur í píkuna á þeim.“ Útgáfufyrirtæki Keshu, Sony/RCA, hefur enn ekki gefið það formlega út hvernig samningum fyrirtækisins við söngkonuna er nú háttað. Síðasta útspil Keshu í tónlistarheiminum var platan Warrior sem kom út árið 2012. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonan Kesha hefur gefið út sína fyrstu tónsmíð í fjögur ár en lagið Praying leit dagsins ljós í gær. Kesha hefur undanfarin ár verið föst í viðjum lagaflækja en hún á í deilum við fyrrum útgáfustjóra sinn, sem urðu til þess að hún gat ekki gefið út nýja tónlist. Árið 2014 kærði Kesha upptökustjóra sinn, Dr. Luke, fyrir kynferðisofbeldi. Hún segir hann jafnframt hafa byrlað sér nauðgunarlyf og níðst endurtekið á sér andlega. Dr. Luke hefur ætíð neitað öllum ásökunum Keshu. Málið var látið niður falla í Kaliforníufylki en meðferð þess stendur enn yfir í New York. Lagaflækjurnar hafa valdið því að Kesha, sem er samningsbundin útgáfufyrirtækinu Sony, hefur ekki getað sent frá sér nýja tónlist í nær fjögur ár.Efnið á plötunni vísar í ofbeldið Nú hefur orðið breyting þar á en lagið Praying kom út í gær. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Keshu, Rainbow, sem gefin verður út þann 11. ágúst næstkomandi. Lagið, og platan öll í heild sinni, vísar greinilega í áralanga baráttu söngkonunnar við Dr. Luke, sem heitir fullu nafni Lukas Gottwald, og ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig. „Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir nokkru listaverki áður,“ sagði Kesha um lagið er hún ávarpaði viðstadda í hlustunarpartíi plötunnar sem hún hélt í gær í London. Hún segir lagið farveg fyrir „alvarlegt vonleysi og þunglyndi“ en með því segist hún enn fremur hafa fundið „styrk í sjálfri sér, jafnvel þegar hann virtist utan seilingar.“Önnur lög á plötunni fjalla um sambærileg málefni. Lagið Bastards fjallar um einelti og þá er lagið Woman svar við ummælum Bandaríkjaforseta um konur og hvernig hann „grípur í píkuna á þeim.“ Útgáfufyrirtæki Keshu, Sony/RCA, hefur enn ekki gefið það formlega út hvernig samningum fyrirtækisins við söngkonuna er nú háttað. Síðasta útspil Keshu í tónlistarheiminum var platan Warrior sem kom út árið 2012.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira