Viðskipti innlent

Markaðsvirði Haga minnkaði um 2 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup.
Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup. Vísir/GVA
Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði um 4,26 prósent í 672 milljón króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,42 prósent í dag.

Í lok dags nam markaðsvirði félagsins 45,3 milljörðum, samanborið við 47,3 milljarða við lok viðskipta í gær.

Lækkunina má líklega rekja til afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi frá sér eftir lokun markaða í gær.  Í henni kom fram að sala í verslunum Haga dróst saman um 8,5 prósent í krónum talið í júnímánuði miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. 

Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×