Sjö dómarar í Hæstarétti í máli sem breytir líklega fyrri dómaframkvæmd skattalagabrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2017 07:00 Ekki er algengt að sjö dómarar skipi Hæstarétt og er það oftast í málum sem hafa fordæmisgildi. Hér eru sjö dómarar í réttinum þegar dómur féll vegna neyðarlaganna árið 2011. vísir/gva Í byrjun september mun Hæstiréttur vera fullskipaður þegar sjö dómarar taka sæti í réttinum til að dæma í máli sem snýr að skattalagabrotum manns vegna gjaldáranna 2008 og 2009. Sjaldgæft er að í Hæstarétti sitji sjö dómarar en rétturinn er venjulega fullskipaður þegar talið er að fordæmi verði sett með dómum hans eða þegar fyrra fordæmi er breytt. Það gæti verið tilvikið í þessu máli þar sem álitaefnið svipar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í í maí síðastliðnum en dómstóllinn taldi íslenska ríkið hafi brotið á þeim þar sem þeim var refsað í tvígang fyrir sama skattalagabrot. Brot mannsins í því máli sem Hæstiréttur mun taka fyrir í spetember sneru að því að hann hefði ekki talið fram fjármagnstekjur að upphæð rúmlega 87 milljónir króna vegna tekjuáranna 2007 og 2008. Greiddi hann allt sem á hann hafði verið lagt auk 25 prósent álags áður en málið kom til kasta dómstóla.Samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins braut íslenska ríkið á þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni þegar þeim var refsað tvisvar fyrir sama brotið. Fréttablaðið/GVATafðist þar sem beðið var eftir niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Ákæra var gefin út árið 2012 en maðurinn var ekki dæmdur til refsingar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr en í mars fyrra. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm auk þess sem hann var dæmdur til að greiða 13,8 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. „Hann var búinn að borga allt með álaginu og öllu saman. Það hefur verið viðurkennt í framkvæmd að álag sem beitt er ofan á skattstofna í slíkum málum er refsing í skilningi refsiréttarins en í þessum málum hafa menn verið dæmdir og eru þá bæði dæmdir til fangelsisrefsingar og sektargreiðslu,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins. Hann segir málið hafa beðið gríðarlega lengi í dómskerfinu því menn áttu svo lengi von á dóminum í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. „Þetta var búið að bíða lengi þar til að dómstólarnir misstu þolinmæðina og þá var dæmt og sakfellt í málinu með sama hætti og gert hafði verið í dómaframkvæmd Hæstaréttar um árabil,“ segir Ragnar. Flytja átti málið fyrir Hæstarétti fyrr á árinu og áttu þá þrír dómarar að skipa réttinn en Mannréttindadómstóllinn hafði þá ekki kveðið upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Ragnar segir að fimm mínútum áður en að málflutningurinn átti að hefjast hafi hins vegar aðstoðarmaður dómara komið og tilkynnt honum og sækjanda að málið myndi frestast þar sem skipa átti fimm dómara í réttinn.Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins.vísir/heiðaFramtíðarmúsík hvaða áhrif dómurinn mun hafa „Ég hafði á tilfinningunni að menn teldu að nú væri dómurinn að koma í máli Jóns Ásgeirs og það væri ástæðan fyrir þessu. Síðan kemur tilkynning til okkar um það að þetta mál sé sett á dagskrá núna í september og þá verði sjö dómarar. Þá kemur í ljós hvort Hæstiréttur mun víkja eitthvað frá fyrri dómaframkvæmd eða hvað,“ segir Ragnar. Eins og áður segir er sjalfgæft að sjö dómarar skipi Hæstarétt en að sögn Ragnars er aðeins um eitt mál á ári flutt fyrir fullskipuðum rétti. Eitt árið varð þó undantekningin á þessari reglu þegar 12 mál voru flutt fyrir sjö hæstaréttardómurum en það var þegar fjöldi hrunmála kom til kasta réttarins og miklir fjárhagslegir hagsmunir voru undir. Ragnar segir það framtíðarmúsík hvaða áhrif dómurinn í máli hans skjólstæðings muni hafa; það verði að koma í ljós hvernig rétturinn meti dóm Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Hann bendir hins vegar á að þegar sambærileg staða kom upp í Svíþjóð fyrir nokkrum árum hafi Hæstiréttur Svíþjóðar endurupptekið eitt mál sem áður hafði verið dæmt í. Það leiddi til þess að farið var í uppgjör á fjölda dæmdra mála þar sem menn höfðu mátt sæta tvöfaldri refsingu fyrir skattalagabrot. Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Í byrjun september mun Hæstiréttur vera fullskipaður þegar sjö dómarar taka sæti í réttinum til að dæma í máli sem snýr að skattalagabrotum manns vegna gjaldáranna 2008 og 2009. Sjaldgæft er að í Hæstarétti sitji sjö dómarar en rétturinn er venjulega fullskipaður þegar talið er að fordæmi verði sett með dómum hans eða þegar fyrra fordæmi er breytt. Það gæti verið tilvikið í þessu máli þar sem álitaefnið svipar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í í maí síðastliðnum en dómstóllinn taldi íslenska ríkið hafi brotið á þeim þar sem þeim var refsað í tvígang fyrir sama skattalagabrot. Brot mannsins í því máli sem Hæstiréttur mun taka fyrir í spetember sneru að því að hann hefði ekki talið fram fjármagnstekjur að upphæð rúmlega 87 milljónir króna vegna tekjuáranna 2007 og 2008. Greiddi hann allt sem á hann hafði verið lagt auk 25 prósent álags áður en málið kom til kasta dómstóla.Samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins braut íslenska ríkið á þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni þegar þeim var refsað tvisvar fyrir sama brotið. Fréttablaðið/GVATafðist þar sem beðið var eftir niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Ákæra var gefin út árið 2012 en maðurinn var ekki dæmdur til refsingar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr en í mars fyrra. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm auk þess sem hann var dæmdur til að greiða 13,8 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. „Hann var búinn að borga allt með álaginu og öllu saman. Það hefur verið viðurkennt í framkvæmd að álag sem beitt er ofan á skattstofna í slíkum málum er refsing í skilningi refsiréttarins en í þessum málum hafa menn verið dæmdir og eru þá bæði dæmdir til fangelsisrefsingar og sektargreiðslu,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins. Hann segir málið hafa beðið gríðarlega lengi í dómskerfinu því menn áttu svo lengi von á dóminum í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. „Þetta var búið að bíða lengi þar til að dómstólarnir misstu þolinmæðina og þá var dæmt og sakfellt í málinu með sama hætti og gert hafði verið í dómaframkvæmd Hæstaréttar um árabil,“ segir Ragnar. Flytja átti málið fyrir Hæstarétti fyrr á árinu og áttu þá þrír dómarar að skipa réttinn en Mannréttindadómstóllinn hafði þá ekki kveðið upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Ragnar segir að fimm mínútum áður en að málflutningurinn átti að hefjast hafi hins vegar aðstoðarmaður dómara komið og tilkynnt honum og sækjanda að málið myndi frestast þar sem skipa átti fimm dómara í réttinn.Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins.vísir/heiðaFramtíðarmúsík hvaða áhrif dómurinn mun hafa „Ég hafði á tilfinningunni að menn teldu að nú væri dómurinn að koma í máli Jóns Ásgeirs og það væri ástæðan fyrir þessu. Síðan kemur tilkynning til okkar um það að þetta mál sé sett á dagskrá núna í september og þá verði sjö dómarar. Þá kemur í ljós hvort Hæstiréttur mun víkja eitthvað frá fyrri dómaframkvæmd eða hvað,“ segir Ragnar. Eins og áður segir er sjalfgæft að sjö dómarar skipi Hæstarétt en að sögn Ragnars er aðeins um eitt mál á ári flutt fyrir fullskipuðum rétti. Eitt árið varð þó undantekningin á þessari reglu þegar 12 mál voru flutt fyrir sjö hæstaréttardómurum en það var þegar fjöldi hrunmála kom til kasta réttarins og miklir fjárhagslegir hagsmunir voru undir. Ragnar segir það framtíðarmúsík hvaða áhrif dómurinn í máli hans skjólstæðings muni hafa; það verði að koma í ljós hvernig rétturinn meti dóm Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Hann bendir hins vegar á að þegar sambærileg staða kom upp í Svíþjóð fyrir nokkrum árum hafi Hæstiréttur Svíþjóðar endurupptekið eitt mál sem áður hafði verið dæmt í. Það leiddi til þess að farið var í uppgjör á fjölda dæmdra mála þar sem menn höfðu mátt sæta tvöfaldri refsingu fyrir skattalagabrot.
Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30
Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47
Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31