Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. júlí 2017 11:00 Um 2500 rúmmetrar af vatni fara í þann hluta Laugardalslaugar sem sjá má á myndinni. Hér má sjá hluta laugarinnar þar sem litnum á vatninu hefur verið breytt í samhengi við efni fréttarinnar. vísir Þeir 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi sem flæða á hverri sekúndu út í hafið úr skólphreinsistöðinni við Faxaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur væru tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug. Sá hluti laugarinnar, sem sjá má á myndinni að ofan, tekur um 2600 rúmmetra af vatni sem svarar til 2,6 milljón lítra. RÚV greindi frá því í gærkvöldi að bilun væri í skólphreinsistöðinni sem hefur nú varað í ellefu sólarhringa. Um er að ræða skólp úr stórum hluta Breiðholts, Árbæjar, Norðlingaholts, Garðabæjar og Kópavogs. Skólphreinsistöðin við Faxaskjól þar sem 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi streyma út í hafið á sekúndu.Vísir/Vilhelm Allajafna er skólpinu dælt úr Faxaskjóli og í aðra skólphreinsistöð við Ánanaust. Þaðan er því svo dælt hreinsuðu út í hafið fjóra kílómetra frá landi á 30 metra dýpi. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að þau hjá Orkuveitunni hafi vitað að um alvarlegt tilfelli væri að ræða frá því í lok júní. Þetta uppgötvuðu þau eftir að skoðun var gerð á neyðarlúgu sem sett var upp í þrónni árið 2014. Hólmfríður segir að það séu gerðar reglubundnar skoðanir á skólpkerfum. Það var búið að ákveða viðgerð um miðjan júní og búið að greina öllum frá því. Í ljós kemur, í þeirri viðgerð, að það eru ónýtar legur og tættir öxlar og það þurfti að skipta þessu út. Það tókst að koma þessum búnaði í rekstur nánast á tilsettum tíma og Heilbrigðiseftirlitið, eins og kom fram í fréttum í gær, tók sýni sem voru undir mörkum. Þannig að þetta hafði ekki haft áhrif en við vissum það eftir viðgerðina að það var ljós að það þyrfti að opna þessa neyðarlúgu nokkrum dögum síðar vegna prófana, og stilla þennan búnað sem hafði verið skipt út. Það er gert um miðjan dag í lok júní og þá kemur í ljós að festingar á búnaðinum voru ekki í lagi,“ segir Hólmfríður. Mannhá neyðarlúga Enn er verið að stilla lúguna. Lúgan er staðsett ofan í þróm og það þarf að hífa hana upp á yfirborðið til að gera við hana. Neyðarlúgur eiga að koma í veg fyrir að skolp flæði inn í kerfið þegar það verður fyrir áraunum. Þá opnast lúgurnar og skolpið rennur út í sjó. Lúgan er virkilega stór og segir Hólmfríður að hún sé meira en mannhá. Hún tekur fram að verið að sé að vinna við virkilega erfiðar aðstæður og því gangi viðgerðin hægt fyrir sig. „Við erum í góðu sambandi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Við látum þau vita hvað við erum að gera á hverjum tíma og þau greina okkur frá því að þau hafi farið í sýnatökur,“ segir Hólmfríður. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Skiljanlegt að fólki bregði Hólmfríður nefnir að mikill munur sé eftir að skólphreinsistöðvarnar á Ánanaustum og Klettagörðum voru teknar í gagnið, um aldamótin síðustu. „Þessar stöðvar eru að hreinsa yfir 99 prósent af frárennsli frá íbúum höfuðborgarsvæðisins. Það eru að verða tveir áratugir frá aldamótum og við erum vön því að strendurnar séu hreinar og þá eðlilega bregður okkur við ef það fer að verða skolpmengun við strendurnar. Þetta er bagalegt en ástandið er miklu betra en það var,“ segir Hólmfríður. Svava Steinarsdóttir, heilbrgiðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir í samtali við Mbl.is að sýnitaka úr fjörunni í júní hafi verið yfir viðmiðunarmörkum en innan skekkjumarka. Því hafi ekki þótt tilefni til að tilkynna almenningi um mengunina. Sýni verði tekin í dag og muni niðurstaða liggja fyrir á morgun. Að neðan má heyra umfjöllun um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.Uppfært klukkan 11:49 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega sagt að tæpar sjö sekúndur tæki að fylla Laugardalslaugina miðað við rennsli á skólpi. Beðist er velvirðingar á þessu. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þeir 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi sem flæða á hverri sekúndu út í hafið úr skólphreinsistöðinni við Faxaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur væru tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug. Sá hluti laugarinnar, sem sjá má á myndinni að ofan, tekur um 2600 rúmmetra af vatni sem svarar til 2,6 milljón lítra. RÚV greindi frá því í gærkvöldi að bilun væri í skólphreinsistöðinni sem hefur nú varað í ellefu sólarhringa. Um er að ræða skólp úr stórum hluta Breiðholts, Árbæjar, Norðlingaholts, Garðabæjar og Kópavogs. Skólphreinsistöðin við Faxaskjól þar sem 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi streyma út í hafið á sekúndu.Vísir/Vilhelm Allajafna er skólpinu dælt úr Faxaskjóli og í aðra skólphreinsistöð við Ánanaust. Þaðan er því svo dælt hreinsuðu út í hafið fjóra kílómetra frá landi á 30 metra dýpi. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að þau hjá Orkuveitunni hafi vitað að um alvarlegt tilfelli væri að ræða frá því í lok júní. Þetta uppgötvuðu þau eftir að skoðun var gerð á neyðarlúgu sem sett var upp í þrónni árið 2014. Hólmfríður segir að það séu gerðar reglubundnar skoðanir á skólpkerfum. Það var búið að ákveða viðgerð um miðjan júní og búið að greina öllum frá því. Í ljós kemur, í þeirri viðgerð, að það eru ónýtar legur og tættir öxlar og það þurfti að skipta þessu út. Það tókst að koma þessum búnaði í rekstur nánast á tilsettum tíma og Heilbrigðiseftirlitið, eins og kom fram í fréttum í gær, tók sýni sem voru undir mörkum. Þannig að þetta hafði ekki haft áhrif en við vissum það eftir viðgerðina að það var ljós að það þyrfti að opna þessa neyðarlúgu nokkrum dögum síðar vegna prófana, og stilla þennan búnað sem hafði verið skipt út. Það er gert um miðjan dag í lok júní og þá kemur í ljós að festingar á búnaðinum voru ekki í lagi,“ segir Hólmfríður. Mannhá neyðarlúga Enn er verið að stilla lúguna. Lúgan er staðsett ofan í þróm og það þarf að hífa hana upp á yfirborðið til að gera við hana. Neyðarlúgur eiga að koma í veg fyrir að skolp flæði inn í kerfið þegar það verður fyrir áraunum. Þá opnast lúgurnar og skolpið rennur út í sjó. Lúgan er virkilega stór og segir Hólmfríður að hún sé meira en mannhá. Hún tekur fram að verið að sé að vinna við virkilega erfiðar aðstæður og því gangi viðgerðin hægt fyrir sig. „Við erum í góðu sambandi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Við látum þau vita hvað við erum að gera á hverjum tíma og þau greina okkur frá því að þau hafi farið í sýnatökur,“ segir Hólmfríður. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Skiljanlegt að fólki bregði Hólmfríður nefnir að mikill munur sé eftir að skólphreinsistöðvarnar á Ánanaustum og Klettagörðum voru teknar í gagnið, um aldamótin síðustu. „Þessar stöðvar eru að hreinsa yfir 99 prósent af frárennsli frá íbúum höfuðborgarsvæðisins. Það eru að verða tveir áratugir frá aldamótum og við erum vön því að strendurnar séu hreinar og þá eðlilega bregður okkur við ef það fer að verða skolpmengun við strendurnar. Þetta er bagalegt en ástandið er miklu betra en það var,“ segir Hólmfríður. Svava Steinarsdóttir, heilbrgiðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir í samtali við Mbl.is að sýnitaka úr fjörunni í júní hafi verið yfir viðmiðunarmörkum en innan skekkjumarka. Því hafi ekki þótt tilefni til að tilkynna almenningi um mengunina. Sýni verði tekin í dag og muni niðurstaða liggja fyrir á morgun. Að neðan má heyra umfjöllun um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.Uppfært klukkan 11:49 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega sagt að tæpar sjö sekúndur tæki að fylla Laugardalslaugina miðað við rennsli á skólpi. Beðist er velvirðingar á þessu.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira