Innlent

Oft ódýrara að kaupa stærri skammt af ávanabindandi lyfjum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til.

Samkvæmt lyfjaverðskrá má sjá að í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni af ávanabindandi lyfjum. „Skýrasta dæmið er Imovane, sem er mest notaða svefnlyfiðáÍslandi, og þá kostar þrjátíu stykkja pakkning færri krónur (1534 krónur) heldur en tíu stykkja pakkning (1563 krónur). Þetta er lyf sem er ætlað til skammtímanotkunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis.

Þannig er nokkuð ódýrara að kaupa þrjátíu stykki af lyfinu en tíu stykki. Þetta á við um fleiri ávanabindandi lyf. Til dæmis er hver tafla ódýrari því stærri skammtur sem keyptur er af verkjalyfinu Tramadol en tuttugu stykki kosta 1540 krónur á meðan hundrað stykki kosta aðeins 1679 krónur.

„Við höfum áhyggjur af þessu því mörg af þessum lyfjum eru mikið notuð, í stórum skömmtum og í langan tíma og meira en góðu hófi gegnir og meira en í nágrannalöndunum okkar,“ segir Magnús.

Magnús útskýrir að læknar deili þessum áhyggjum og hafi margsinnið kvartað til embættisins enda vilji þeir ekki gefa eins stóra skammta og einstaklingar biðja þá um.

„Þeir eru undir þrýstingi frá skólstæðingum sínum varðandi þessi atriði og þeim finnst þeir eiga erfitt með að neita þegar þeir eru beðnir um stærri pakkningu vegna þess aðþað sparar sjúklingnum pening. Þetta stuðlar beinlínis að ofnotkun og misnotkun að okkar mati,“ segir Magnús.

Magnús útskýrir að embættið hafi nú reynt að bregðast við meðþví að senda erindi til velferðarráðuneytisins. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem embættið reynir að bregðast við en fyrir nokkru var haldinn fundur með lyfjagreiðslunefnd vegna málsins.

„Þar sem við bendum áþá skoðun okkur aðþegar um er að ræða ávanabindandi lyf þá  ætti einingaverð að vera það sama óháð pakningastærðþannig það sé ekki, eins og núna er, hvati til aðávísa og nota stærri pakningar heldur en minni,“ segir Magnús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×