Sport

Sirkusinn byrjar á Wembley

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Við skulum vona að Conor fari ekki að kasta orkudrykkjardósum á Wembley.
Við skulum vona að Conor fari ekki að kasta orkudrykkjardósum á Wembley. vísir/getty
Fjölmiðlasirkus Conor McGregor og Floyd Mayweather mun hefjast á Wembley síðar í þessum mánuði.

Það hefur BBC eftir áreiðanlegum heimildum. Það er ekki seinna vænna fyrir þá að fara að auglýsa bardagann því hann fer fram þann 26. ágúst næstkomandi.

Það dugar ekkert minna en Wembley fyrir strigakjaftana tvo og ljóst að skipuleggjendur vonast eftir þúsundum áhorfenda á fyrstu skylmingar þessara kappa sem eiga líklega síst eftir að spara stóru orðin.

Það er ekki komið alveg á hreint hvenær þessi fyrsti viðburður félaganna fer fram en það ætti að vera auglýst mjög fljótlega. Fastlega er búist við því að þeir fari á nokkra stóra staði til þess að rífast áður en kemur að bardaganum sjálfum.

Báðir munu þeir fá milljarða fyrir bardagann og því fleiri sem kaupa sér aðgang að bardaganum í sjónvarpi því meira græða Conor og Mayweather.

Þetta verður því að öllum líkindum einn verðmætasti bardagi allra tíma.

MMA

Tengdar fréttir

Pacquiao: Conor á enga möguleika

Manny Pacquiao hefur engan áhuga á bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather og varar fólk við því að hann gæti orðið mjög leiðinlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×