Innlent

Eggjasuða á Suðurnesjum endaði með útkalli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekki fylgir þó sögunni hvort eggin hafi verið soðin á gashellu.
Ekki fylgir þó sögunni hvort eggin hafi verið soðin á gashellu. Vísir/Getty
Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað út í dag vegna tilkynningar um eggjasuðu sem farið hafði úr böndunum.

Málavextir voru þeir að íbúi á Suðurnesjum hafði í morgun ákveðið að sjóða egg áður en haldið yrði á knattspyrnuæfingu.

Það fór þó ekki betur en svo að hann gleymdi að taka eggin af hellunni áður en hann hélt á æfinguna. Var því orðið ansi „lágskýjað“ þegar hann kom heim til sín aftur eins og slökkviliðið orðar það í samtali við Vísi.

Lítið sem ekkert tjón hafi þó orðið af suðuslysinu og þurfti slökkviliðið einungis að blása gufuna út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×