Erlent

Ung hjón fundust látin í Nýju Mexíkó

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hjónin, sem búsett voru í Texas, voru á ferðalagi um þjóðgarða í Nýju Mexíkó.
Hjónin, sem búsett voru í Texas, voru á ferðalagi um þjóðgarða í Nýju Mexíkó. Google
Lögreglan í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hefur borið kennsl á ung hjón sem fundust látin í pallbíl sem lagt var við þjóðveg.

Jacob og Ursula Kokotkiewicz frá Texas fundust látin síðastliðinn fimmtudag í pallbíl sínum. Samkvæmt lögreglu höfðu þau bæði verið skotin í höfuðið og fannst skammbyssa milli fótleggja Jacobs.

Ursula var 32 ára og starfaði sem kennari í borginni Dallas í Texas. Hún hafði verið á ferðalagi ásamt eiginmanni sínum, sem var 31 árs, um þjóðgarða í Bandaríkjunum. Í frétt á vef BBC segir að nemendur hennar hafi minnst hennar á samfélagsmiðlum undanfarna daga.

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×