Erlent

Steig á bensíngjöfina í stað bremsunnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Tíu voru fluttir á sjúkrahús eftir að leigubílnum var ekið inn í hóp fólks.
Tíu voru fluttir á sjúkrahús eftir að leigubílnum var ekið inn í hóp fólks. Vísir/EPA
Allir þeir sem urðu fyrir leigubíl við flugvöll í Boston síðdegis eru leigubílsstjórar að sögn lögreglu. Atvikið er rannsakað sem slys en ökumaður leigubílsins segist hafa stigið á bensíngjöfina þegar hann ætlaði að bremsa.

Yfirmaður hjá ríkislögreglunni í Massachusetts sagði á blaðamannafundi að tíu manns hefðu slasast þegar leigubílnum var ekið inn í hóp leigubílstjóra sem biðu eftir að fá farþega við Logan-alþjóðaflugvöllinn, austur af Boston, síðdegis.

Sá sem sé verst slasaður sé fótbrotinn og mögulega með innvortismeiðsl í kviðarholi, samkvæmt frétt CNN.

Ökumaður leigubílsins sem ók á leigubílsstjórana er sagður 56 ára gamall og frá Cambridge í Massachusetts-ríki. Lögreglan hefur yfirheyrt hann og segir hann samvinnuþýðan. Málið sé ransakað sem slys.


Tengdar fréttir

Leigubíl ekið inn í hóp fólks í Boston

Tíu gangandi vegfarendur eru sagðir slasaðir eftir að leigubíl var ekið inn í hóp þeirra nærri Logan-alþjóðaflugvellinum í Boston síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×