Innlent

28 þúsund skoðuðu íslenska list

Benedikt Bóas skrifar
Hafnarhúsið.
Hafnarhúsið. Vísir/E.Ól.
Tæplega 28 þúsund gestir lögðu leið sína í Listasafn Reykjavíkur í nýliðnum júnímánuði. Er þetta fjölgun um rúm 43% frá sama mánuði í fyrra, segir í tilkynningu frá Listasafninu.

Aðsóknin er mest í Hafnarhús við Tryggvagötu en þangað komu tæplega nítján þúsund gestir í júní 2017 sem er fjölgun um rúm 53% frá árinu áður. Aðsóknin í Ásmundarsafn og á Kjarvalsstaði hefur aukist um tæp 27% miðað við júní í fyrra.

Ragnar Kjartanssonvísir/eyþór
Viðburðir, leiðsagnir og námskeið tengd sýningunum hafa verið vel sótt það sem af er sumri. Í júlí verða tveir sýningatengdir viðburðir í Hafnarhúsinu, fimmtudagskvöldin 6. og 13. júlí.

Bryndís Hafþórsdóttir listfræðingur mun fjalla um íslenska samtímamyndlist í alþjóðlegu samhengi og Tómas Örn Tómasson kvikmyndatökumaður mun fjalla um samstarf sitt við Ragnar Kjartansson í gegnum tíðina.

Að auki er boðið upp á leiðsögn bæði á íslensku og ensku í hverri viku um sýningu Ragnars í Hafnarhúsinu, auk leiðsagnar á ensku um sýningu Louisu Matthíasdóttur á Kjarvalsstöðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×