Erlent

Leigubíl ekið inn í hóp fólks í Boston

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Logan-flugvelli. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Frá Logan-flugvelli. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA
Tíu vegfarendur hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að leigubíl var ekið inn í hóp fólks nærri Logan-flugvelli í Boston síðdegis. Bandaríska fréttastöðin CNN segir að fjöldi sjúkrabíla sé kominn á staðinn.

Ríkislögreglan í Massachusetts greinir frá atvikinu á Twitter. Segir hún að það hafi átt sér stað við Porter-stræti og Tomahawk-veg rétt vestur af Logan-alþjóðaflugvellinum. Fólk sé slasað.

CNN hefur eftir lögreglu að hún sé að yfirheyra leigubílsstjórann. Hann sé 56 ára gamall frá Cambridge. Orsakir þess að hann ók á fólkið liggja ekki fyrir.

Uppfært 18:59AP-fréttastofan hefur eftir ríkislögreglunni að ekkert bendi til þess að leigubílsstjórinn hafi ekið viljandi á fólkið. Svo virðist sem að um ökumannsmistök hafi verið að ræða. Ökumaðurinn hafi óvart stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna.

Fólkið sem varð fyrir bílnum stóð í leigubílaröð nærri flugvellinum. Talsmaður ríkislögreglunnar segir að sumir þeirra slösuðu séu þungt haldnir.

Fréttin verður upppfærð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×