Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2017 20:00 Tillögurnar sem verma efstu fjögur sætin eins og stendur. Vísir Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. Keppnin, sem hefur nú staðið yfir í nokkurn tíma, fer fram á meistaraverk.is en þar gefst fólki kostur á að hanna sinn eigin strætisvagn. Fjölmargar flottar en ótrúlega ólíkar tillögur eru á síðunni -til að mynda brauðvagn, Wintris-vagn og Skálmaldarvagn. Keppnin hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlum og keppist fólk við að deila myndum af þeim vagni sem það vill að keyri um götur bæjarins. Síðustu daga hefur keppnin verið afar spennandi enda femínistavaginn KÞBAVD og skátavagninn hnífjafnir. Báðir eru komnir með yfir fimm þúsund atkvæði en úrslitin verða ljós um miðnætti í kvöld. KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ sem er að sögn Lenu Margrétar Aradóttur, hönnuðar vagsins, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. „Í fjölmiðlum og annars staðar er oft talað um að konur beri ábyrgð á því misrétti sem þær verði fyrir og að þær geti losað sig úr þeirri stöðu sem þær eru í með því að gera hitt og þetta,“ segir Lena Margrét. Til dæmis þurfi þær að vera duglegri við að passa sig, við að biðja um launahækkun eða við að vera ekki dramatískar. Lena útskýrir að skammstöfunin hafi orðið til í facebook-hópi sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „En það eru margir sem vita ekki hvað þetta þýðir og það er einmitt það sem er skemmtilegt við þetta. Þetta skapar umræðu því fólk er forvitið. Það segir hvað er þessi óþjála skammstöfun? Sumum finnst mjög asnalegt að það standi á vagninum að konur þurfi að vera duglegri að gera hluti af því þau fatta ekki að þetta sé kaldhæðin ádeila og segja bíddu afhverju á ég að vera kjósa þennan vagn sem er niðrandi fyrir konur,“ segir Lena Margrét og hlær. Jakob Guðnason, skáti, er sá sem skráði skátavagninn Change til leiks. „Okkar vagn kemur út af þessu skátamóti sem við erum að halda í enda mánaðar og þema þess er change eða breytingar og við erum að byggja á því að breytingar af hinu góða séu góðar eða skemmtilegar. Þannig að við erum eiginlega á sama meiði og feimínistavagninn. Við viljum breytingar,“ segir Jakob og bætir við að ef hann mætti ráða ráða myndu báðir vagnarnir keyra um götur bæjarins. Keppnin sé þó æsispennandi. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. Keppnin, sem hefur nú staðið yfir í nokkurn tíma, fer fram á meistaraverk.is en þar gefst fólki kostur á að hanna sinn eigin strætisvagn. Fjölmargar flottar en ótrúlega ólíkar tillögur eru á síðunni -til að mynda brauðvagn, Wintris-vagn og Skálmaldarvagn. Keppnin hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlum og keppist fólk við að deila myndum af þeim vagni sem það vill að keyri um götur bæjarins. Síðustu daga hefur keppnin verið afar spennandi enda femínistavaginn KÞBAVD og skátavagninn hnífjafnir. Báðir eru komnir með yfir fimm þúsund atkvæði en úrslitin verða ljós um miðnætti í kvöld. KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ sem er að sögn Lenu Margrétar Aradóttur, hönnuðar vagsins, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. „Í fjölmiðlum og annars staðar er oft talað um að konur beri ábyrgð á því misrétti sem þær verði fyrir og að þær geti losað sig úr þeirri stöðu sem þær eru í með því að gera hitt og þetta,“ segir Lena Margrét. Til dæmis þurfi þær að vera duglegri við að passa sig, við að biðja um launahækkun eða við að vera ekki dramatískar. Lena útskýrir að skammstöfunin hafi orðið til í facebook-hópi sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „En það eru margir sem vita ekki hvað þetta þýðir og það er einmitt það sem er skemmtilegt við þetta. Þetta skapar umræðu því fólk er forvitið. Það segir hvað er þessi óþjála skammstöfun? Sumum finnst mjög asnalegt að það standi á vagninum að konur þurfi að vera duglegri að gera hluti af því þau fatta ekki að þetta sé kaldhæðin ádeila og segja bíddu afhverju á ég að vera kjósa þennan vagn sem er niðrandi fyrir konur,“ segir Lena Margrét og hlær. Jakob Guðnason, skáti, er sá sem skráði skátavagninn Change til leiks. „Okkar vagn kemur út af þessu skátamóti sem við erum að halda í enda mánaðar og þema þess er change eða breytingar og við erum að byggja á því að breytingar af hinu góða séu góðar eða skemmtilegar. Þannig að við erum eiginlega á sama meiði og feimínistavagninn. Við viljum breytingar,“ segir Jakob og bætir við að ef hann mætti ráða ráða myndu báðir vagnarnir keyra um götur bæjarins. Keppnin sé þó æsispennandi.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira