Erlent

Gatwick-flugvelli lokað vegna drónaflugs

Atli Ísleifsson skrifar
Drónaflug getur reynst varasamt í grennd við flugvelli.
Drónaflug getur reynst varasamt í grennd við flugvelli. Vísir/AFP
Tvívegis þurfti að loka Gatwick-flugvelli í London í gærkvöldi eftir að óþekktur dróni sást á flugi við völlinn en slíkt getur skiljanlega verið hættulegt fyrir flugvélar við völlinn.

Fyrst var vellinum lokað í níu mínútur og síðan aftur í fimm mínútur og á meðan þurftu vélar í aðflugi að bíða í háloftunum eða lenda annars staðar.

EasyJet flugfélagið þurfti að lenda fjórum vélum á öðrum völlum og British Airways einni.

Lögreglan í Sussex rannsakar nú málið en ekki er vitað hver flaug drónanum eða í hvaða tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×