Innlent

Tekinn á 217 kílómetra hraða á Eyjafjarðarbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mótorhjól var stöðvað á Eyjafjarðarbraut eystri að kvöldi laugardags á 217 km/klst.
Mótorhjól var stöðvað á Eyjafjarðarbraut eystri að kvöldi laugardags á 217 km/klst. Vísir/Eyþór
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði töluverðan fjölda ökumanna við of hraðan akstur um helgina. Þar á meðal var mótorhjól mælt á 217 km/klst að kvöldi laugardags og fólksbíll á sömu slóðum ók á 161 km/klst.

Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að umferð á vegum landsins hafi aukist í takt við tíðari ferðalög Íslendinga utan höfuðborgarsvæðisins. Afskipti voru höfð af 87 ökumönnum á Norðurlandi eystra. Sérstaka athygli vakti hversu margir óku á miklum hraða en farartæki voru stöðvuð á 131, 140, 161 og 217 km hraða.

Mótorhjól var stöðvað á Eyjafjarðarbraut eystri að kvöldi laugardags á 217 km/klst. Fólksbíll á sömu slóðum var mældur á 161 km/klst.

Lögregla skorar á ökumenn að gefa því gaum hversu hratt þeir aka og fylgja reglum sem gilda um ökuhraða í hvívetna. Á fimmtudag varð banaslys í umferðinni í umdæminu er ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í Öxnadal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×