Mesta þétting byggðar í gamla Vesturbænum Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2017 18:33 Þéttasta byggðin í Reykjavík er ef til vill ekki þar sem flestir telja að hún sé, en hún er í gamla Vesturbænum. Skipulagsfræðingur segir skipta miklu máli umhverfislega og félagslega að fara vel með land og það sé líka mun hagkvæmara. Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík. Sérstaklega í hundrað og einum eins og við Borgarbókasafnið við Tryggvagötu. Margir halda að þétting byggðar þýði byggingu háhýsa. En þéttasta byggðin í Reykjavík er ekki endilega þar sem háhýsin eru. Áður en þessi bygging við Tryggvagötuna reis var illa hirt bílastæði á milli Borgarbókasafnsins og hússins úti á horninu sem áður hýsti meðal annars skrifstofur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Og eins og allir sem fylgst hafa með í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið fyllt upp í nánast hvern einasta auða reit í miðborginni.Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík.Alta ráðgjafafyrirtækiAlta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Þar á bæ hefur starfsfólk skoðað þéttleika einstakra svæða í Reykjavík. Herborg Árnadóttir ráðgjafi hjá Alta segir ýmislegt hafa komið á óvart. „Þegar við fórum að skoða þéttleika byggðar í Reykjavík komumst við að því að þessi byggð hér (við Ljósavallagötu og nágrenni) sem við stöndum við í gamla Vesturbænum fékk hæstu þéttleikatöluna af þeim hverfum sem við skoðuðum,“ segir Herborg. En þéttleikinn er mestur á svæði sem afmarkast af Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu vestan gamla kirkjugarðsins, sem er gamalt og gróið hverfi í borginni. Þar eru 109 íbúðir á hektara og nýtingarhlutfallið hæst eða 0,73 prósent. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og skipulagsfræðingur segir þetta líka eiga við um byggðina í kringum gömlu verkamannabústaðina við Hringbraut og Framnesveg. Í fjölmörgum nýrri hverfum er þéttleikinn mun minni eða allt niður í sjö íbúðir á hektara. En í mörgum hverfum er þéttleikinn í kring um 20 íbúðir á hektara. „Það er ekki einn þéttleiki réttur. Við viljum hafa breytileika í byggð. En það kom okkur á óvart að þetta svæði skyldi ver ameð þéttustu byggðina. Annars staðar er hún heldur dreifðari. Þetta sýnir alla vega að fjölbreytileikinn getur verið mjög mikill þegar við erum að skoða byggðina,“ segir Halldóra.Grafík/Stöð 2Þær Halldóra og Herborg telja skipulagsyfirvöld fjórða áratugarins í Reyjavík hafi verið nokkuð framsýn og sótt fyrirmyndir til borga annarra landa eins og Danmerkur. Síðan hafi ákveðin nauðsyn einnig ráðið þéttleikanum í gamla Vesturbænum. „Við erum samt með byggð hérna sem hentar íslenskum aðstæðum ágætlega. Við erum með hæfilega hæð. Þetta er ekkert rosalega hátt því við erum náttúrlega með lága sól hér á Íslandi og vinidasamt og slíkt. En við erum samt með ágætlega nýtta garða og miðjugarða inn á milli þar sem börn geta leikið sér örugg,“ segir Herborg. Reykjavík hafi áður átti mikið landrými en nú sé meira horft til nýtingar hvers hektara. „Við þurfum að fara vel með land. það er hagkvæmara, það er umhverfisvænna. Það er líka félagslega æskilegt og það eru margar ástæður fyrir því að það er æskilegt að þétta byggðina. En það skiptir máli hvernig við gerum það,“ segir Herborg Árnadóttir. Húsnæðismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
Þéttasta byggðin í Reykjavík er ef til vill ekki þar sem flestir telja að hún sé, en hún er í gamla Vesturbænum. Skipulagsfræðingur segir skipta miklu máli umhverfislega og félagslega að fara vel með land og það sé líka mun hagkvæmara. Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík. Sérstaklega í hundrað og einum eins og við Borgarbókasafnið við Tryggvagötu. Margir halda að þétting byggðar þýði byggingu háhýsa. En þéttasta byggðin í Reykjavík er ekki endilega þar sem háhýsin eru. Áður en þessi bygging við Tryggvagötuna reis var illa hirt bílastæði á milli Borgarbókasafnsins og hússins úti á horninu sem áður hýsti meðal annars skrifstofur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Og eins og allir sem fylgst hafa með í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið fyllt upp í nánast hvern einasta auða reit í miðborginni.Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík.Alta ráðgjafafyrirtækiAlta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Þar á bæ hefur starfsfólk skoðað þéttleika einstakra svæða í Reykjavík. Herborg Árnadóttir ráðgjafi hjá Alta segir ýmislegt hafa komið á óvart. „Þegar við fórum að skoða þéttleika byggðar í Reykjavík komumst við að því að þessi byggð hér (við Ljósavallagötu og nágrenni) sem við stöndum við í gamla Vesturbænum fékk hæstu þéttleikatöluna af þeim hverfum sem við skoðuðum,“ segir Herborg. En þéttleikinn er mestur á svæði sem afmarkast af Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu vestan gamla kirkjugarðsins, sem er gamalt og gróið hverfi í borginni. Þar eru 109 íbúðir á hektara og nýtingarhlutfallið hæst eða 0,73 prósent. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og skipulagsfræðingur segir þetta líka eiga við um byggðina í kringum gömlu verkamannabústaðina við Hringbraut og Framnesveg. Í fjölmörgum nýrri hverfum er þéttleikinn mun minni eða allt niður í sjö íbúðir á hektara. En í mörgum hverfum er þéttleikinn í kring um 20 íbúðir á hektara. „Það er ekki einn þéttleiki réttur. Við viljum hafa breytileika í byggð. En það kom okkur á óvart að þetta svæði skyldi ver ameð þéttustu byggðina. Annars staðar er hún heldur dreifðari. Þetta sýnir alla vega að fjölbreytileikinn getur verið mjög mikill þegar við erum að skoða byggðina,“ segir Halldóra.Grafík/Stöð 2Þær Halldóra og Herborg telja skipulagsyfirvöld fjórða áratugarins í Reyjavík hafi verið nokkuð framsýn og sótt fyrirmyndir til borga annarra landa eins og Danmerkur. Síðan hafi ákveðin nauðsyn einnig ráðið þéttleikanum í gamla Vesturbænum. „Við erum samt með byggð hérna sem hentar íslenskum aðstæðum ágætlega. Við erum með hæfilega hæð. Þetta er ekkert rosalega hátt því við erum náttúrlega með lága sól hér á Íslandi og vinidasamt og slíkt. En við erum samt með ágætlega nýtta garða og miðjugarða inn á milli þar sem börn geta leikið sér örugg,“ segir Herborg. Reykjavík hafi áður átti mikið landrými en nú sé meira horft til nýtingar hvers hektara. „Við þurfum að fara vel með land. það er hagkvæmara, það er umhverfisvænna. Það er líka félagslega æskilegt og það eru margar ástæður fyrir því að það er æskilegt að þétta byggðina. En það skiptir máli hvernig við gerum það,“ segir Herborg Árnadóttir.
Húsnæðismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira