Fótbolti

Norrköping tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni og félagar í vörn Norrköping voru í vandræðum í dag.
Jón Guðni og félagar í vörn Norrköping voru í vandræðum í dag. vísir/getty
Norrköping missti af tækifærinu að jafna Malmö að stigum á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar liðið tapaði 4-2 fyrir Örebro í dag.

Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir í byrjunarliði Norrköping og léku allan leikinn. Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted sátu á bekknum og komu ekki inn á.

Hjörtur Logi Valgarðsson lék síðustu 16 mínúturnar fyrir Örebro sem hefur unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í 9. sæti deildarinnar.

Norrköping er áfram í 2. sætinu með 27 stig, þremur stigum á eftir toppliði Malmö.

Fyrr í dag tapaði Jönköpings 0-2 fyrir Göteborg á heimavelli. Árni Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu hjá Jönköpings sem er í 12. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×