Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ekki er útilokað að kaup erlendra fjárfestingarsjóða á þriðjungshlut í Arionbanka gangi til baka. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við forstjóra Fjármálaeftirlitsins en eftirlitið kannar nú hvort sjóðirnir séu hæfir til að fara með virkan eignarhlut í bankanum.

Þá verður einnig rætt við rektor Háskóla íslands sem varar við hugmyndum um að auka aðgangkröfur að skólanum.

Við segjum einnig frá heitavatnsuppsprettu sem fannst við Ölfusárbrú og skógarleikunum sem fóru fram í Heiðmörk í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×