Það gengur hvorki né rekur hjá Íslendingaliðinu Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni.
Sundsvall hefur tapað fjórum leikjum í röð, síðast í dag fyrir Sirius, 1-2.
Kristinn Freyr Sigurðsson var í byrjunarliði Sundsvall og lék allan leikinn. Hann hefur leikið 10 deildarleiki á tímabilinu og skorað eitt mark. Kristinn Steindórsson var ekki í liði Sundsvall í dag.
Sundsvall komst yfir með marki Jonathans Morsay á 12. mínútu. Liðið hélt forystunni fram á 73. mínútu þegar Jesper Arvidsson jafnaði metin.
Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Philip Haugland svo sigurmark Sirius. Lokatölur 1-2, Sirius í vil.
Sundsvall er í 13. sæti deildarinnar með 11 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Sundsvall tapaði fjórða leiknum í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
