Erlent

Ástin tapaði í Texas

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
.Réttindahópar LGBT-fólks gagnrýnir harðlega niðurstöðu hæstaréttar í Texas og hyggjast nú snúa vörn í sókn.
.Réttindahópar LGBT-fólks gagnrýnir harðlega niðurstöðu hæstaréttar í Texas og hyggjast nú snúa vörn í sókn. VISIR
Hæstiréttur í Texas komst í gær að einróma niðurstöðu þess efnis að samkynja hjónabönd skuli undanskilin lagalegum réttindabótum úr almannatryggingakerfinu. Þetta er mikið áfall fyrir LGBT-samfélagið og aðra sem hlynntir eru jafnrétti á þessu sviði. Stuðningsmenn um jöfn réttindi hafa heitið því berjast gegn ákvörðuninni. Reuters greinir frá þessu.

Hæstiréttur í Texas er að meirihluta skipaður Repúblikönum. Að sögn dómaranna kveður stjórnarskrá Bandaríkjamanna um að heimila og viðurkenna skuli samkynja hjónabönd. Ekkert bendi aftur á móti til þess að fylkin þurfi að verða öllum giftum manneskjum úti um sömu réttindabætur.  

Réttindahópar LGBT-fólks ætla sér að áfrýja niðurstöðunni til hæstaréttar Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×