Innlent

Túlkun gegnum myndsíma ekki greidd

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Ekki er hægt að fella myndsímatúlkun undir alþjónustu að mati PFS.
Ekki er hægt að fella myndsímatúlkun undir alþjónustu að mati PFS. vísir/vilhelm
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest þá ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar að myndsímatúlkun fyrir heyrnarlausa falli ekki undir reglur um alþjónustu. Samkvæmt því á kostnaður vegna hennar ekki að vera fjármagnaður úr jöfnunarsjóði alþjónustu.

Í málinu hélt Félag heyrnarlausra því fram að myndsímatúlkun, þ.e. táknmálstúlkun í gegnum myndsíma, ætti að falla undir alþjónustureglur. Var því haldið fram að til alþjónustu teldist meðal annars þjónusta við öryrkja eða notendur með sérstakar þjóðfélagsþarfir.

Alþjónusta felst í því að afmarkaðir þættir fjarskipta séu boðnir öllum á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra. Í úrskurði nefndarinnar er meðal annars vikið að því að þau lög og reglur sem gilda um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra falli ekki undir ákvæði fjarskiptalaga um alþjónustu. Myndsímatúlkun hafi auk þess verið veitt í gegnum mennta- og menningarmálaráðuneytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×