Viðskipti innlent

Eignir frystar vegna meintra brota yfirmanns Icelandair

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Héraðssaksóknari rannsakar nú meint brot yfirmanns hjá Icelandair.
Héraðssaksóknari rannsakar nú meint brot yfirmanns hjá Icelandair. vísir/vilhelm
Héraðssaksóknari rannsakar nú meint brot yfirmanns hjá Icelandair en hann er grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í dag. Rannsóknin beinist að viðskiptum með bréf í félaginu í aðdraganda þess að Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar í febrúar, þar sem afkomuspá ársins var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti við fréttastofu í dag að rannsókn stæði yfir og að nokkrir hefðu verið færðir í yfirheyrslu.

Þá hefðu eignir verið kyrrsettar eða frystar en fjárhæðirnar sem um ræðir hlaupa á tugum milljóna. Að sögn Ólafs gengur rannsókn vel en ekki liggur fyrir hvort ákæra verður gefin út.


Tengdar fréttir

Yfirmaður hjá Icelandair sendur í leyfi vegna rannsóknar FME

Yfirmaður hjá Icelandair grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Var sendur í leyfi frá störfum í lok maí. Rannsóknin beinist að viðskiptum með bréf í aðdraganda kolsvartrar afkomuviðvörunar sem félagið sendi frá sér 1. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×