Mengunarvaldurinn þyrfti að stíga fram Jakob Bjarnar skrifar 19. júlí 2017 12:43 Enn ekki vitað hvað drap fiskinn í Varmá og telur Árni hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis ólíklegt að það komi fram nema mengunarvaldurinn stigi hreinlega fram. visir/eyþór „Í rauninni leysist þetta ekki nema sá sem olli þessu, 13. eða 14. júlí komi fram og láti okkur vita hvað gerðist. Við eigum ekki eftir að finna út úr því akkúrat hvað þetta var. Getur verið svo margt,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis.Eins og Vísir hefur greint frá urðu íbúar og/eða vegfarendur í Mosfellsdal Vegfarendur varir við mengun og dauða fiska í Varmá í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur ekki fundist og samkvæmt Árna er ekki líklegt að fullnægjandi skýringar muni koma fram. Heilbrigðiseftirlitið býður nú niðurstöðu úr gerlarannsókn en það er frekar til að útiloka en að menn vænti þess að skýringar fáist með þeirri rannsókn.Klór eða skordýraeitur „Menn hafa áhyggjur af því að þetta geti verið hættulegt fyrir fólk; að þarna séu bakteríur, sem menn geta þá fengið í sár eða ef menn drekka vatnið en auðvitað á fólk ekki að drekka vatn sem rennur um þéttbýli.“ Árni nefnir eitt og annað sem getur hafa orsakað fiskidauðann.Sýnistaka í Varmá en menn leita nú skýringa á því hvað olli bráðdrepandi mengun í ánni.visir/Eyþór„Að maður hafi verið að úða skordýraeitri og blandað miklu, og þá hellt niður afganginum? Skordýraeitur er þekkt sem hættulegt vatnalífi. Að einhver hafi verið sérstaklega duglegur að þrífa pottinn hjá sér, nokkrar töflur af klór og síðan hellt úr? Að einhver hafi verið að þrífa eitthvað með frekar sterkum efnum, klór mögulega eða vítissótaefnum? Sem breyta sýrustigi árinnar. Klórinn hreinlega ræðst á tálknin. Þetta getur verið ýmislegt,“ segir Árni.Ammóníak úr skíthaug Hann bendir þá á enn einn möguleikann sem tengist landbúnaði: Að einhver hafi verið með skítahaug og þaðan hafi ammóníak borist í Varmá. „Það drepur fiska auðveldlega. Þetta virðist vera kafli árinnar, um 100 til 200 metrar, sem hefur orðið fyrir þessari mengun. Nær ekki ofar, náttúrlega, og virðist deyja út síðan á ekkert mjög löngum kafla.“ Þegar er komin skýring á atburði sem var 9. júlí, eða það sem menn telja líklega skýringu. En þá helltist niður á palli bíls plastmálning sem viðkomandi fór með á bílaplan og skolaði af. Um er að ræða venjulega húsa- eða innimálningu. Við skolun á plani fór málningin í niðurfallið. Það dugar ekki til að drepa fiskana.Sápa eða freyðandi efniÞá segir Árni að 24. júlí hafi sápa komist í ána. Óútskýrt er hvaðan hún kom en líkast til úr Grenibyggð og Furubyggð. „Mikið freyðandi efni. Við köllum það sápu. 9. júlí kom svo aftur hvítur litur í ána. Til eru myndir af því, en ekki stútnum sem þetta kemur úr. Samkvæmt fréttum er þetta þessi hvíta plastmálning sem var skoluð úr bílnum og það kemur úr öðrum stút sem er ofar,“ segir Árni. Enginn fiskadauði var tilkynntur þessa daga og hefur greinilega ekki verið, fiskadauðinn blasir við og fer ekkert á milli mála. „Það er alveg á hreinu að fiskadauðinn verður ekki fyrr en föstudaginn 14. júlí. Þá er tilkynnt um atburð 13. júlí, einhvers konar froða, ekki víst að sá atburður hafi drepið fiskana. Þeir gætu hafa drepist 13. júlí.“ Þetta er því nokkur ráðgáta sem Árni og þau hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis standa frammi fyrir. Tengdar fréttir Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
„Í rauninni leysist þetta ekki nema sá sem olli þessu, 13. eða 14. júlí komi fram og láti okkur vita hvað gerðist. Við eigum ekki eftir að finna út úr því akkúrat hvað þetta var. Getur verið svo margt,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis.Eins og Vísir hefur greint frá urðu íbúar og/eða vegfarendur í Mosfellsdal Vegfarendur varir við mengun og dauða fiska í Varmá í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur ekki fundist og samkvæmt Árna er ekki líklegt að fullnægjandi skýringar muni koma fram. Heilbrigðiseftirlitið býður nú niðurstöðu úr gerlarannsókn en það er frekar til að útiloka en að menn vænti þess að skýringar fáist með þeirri rannsókn.Klór eða skordýraeitur „Menn hafa áhyggjur af því að þetta geti verið hættulegt fyrir fólk; að þarna séu bakteríur, sem menn geta þá fengið í sár eða ef menn drekka vatnið en auðvitað á fólk ekki að drekka vatn sem rennur um þéttbýli.“ Árni nefnir eitt og annað sem getur hafa orsakað fiskidauðann.Sýnistaka í Varmá en menn leita nú skýringa á því hvað olli bráðdrepandi mengun í ánni.visir/Eyþór„Að maður hafi verið að úða skordýraeitri og blandað miklu, og þá hellt niður afganginum? Skordýraeitur er þekkt sem hættulegt vatnalífi. Að einhver hafi verið sérstaklega duglegur að þrífa pottinn hjá sér, nokkrar töflur af klór og síðan hellt úr? Að einhver hafi verið að þrífa eitthvað með frekar sterkum efnum, klór mögulega eða vítissótaefnum? Sem breyta sýrustigi árinnar. Klórinn hreinlega ræðst á tálknin. Þetta getur verið ýmislegt,“ segir Árni.Ammóníak úr skíthaug Hann bendir þá á enn einn möguleikann sem tengist landbúnaði: Að einhver hafi verið með skítahaug og þaðan hafi ammóníak borist í Varmá. „Það drepur fiska auðveldlega. Þetta virðist vera kafli árinnar, um 100 til 200 metrar, sem hefur orðið fyrir þessari mengun. Nær ekki ofar, náttúrlega, og virðist deyja út síðan á ekkert mjög löngum kafla.“ Þegar er komin skýring á atburði sem var 9. júlí, eða það sem menn telja líklega skýringu. En þá helltist niður á palli bíls plastmálning sem viðkomandi fór með á bílaplan og skolaði af. Um er að ræða venjulega húsa- eða innimálningu. Við skolun á plani fór málningin í niðurfallið. Það dugar ekki til að drepa fiskana.Sápa eða freyðandi efniÞá segir Árni að 24. júlí hafi sápa komist í ána. Óútskýrt er hvaðan hún kom en líkast til úr Grenibyggð og Furubyggð. „Mikið freyðandi efni. Við köllum það sápu. 9. júlí kom svo aftur hvítur litur í ána. Til eru myndir af því, en ekki stútnum sem þetta kemur úr. Samkvæmt fréttum er þetta þessi hvíta plastmálning sem var skoluð úr bílnum og það kemur úr öðrum stút sem er ofar,“ segir Árni. Enginn fiskadauði var tilkynntur þessa daga og hefur greinilega ekki verið, fiskadauðinn blasir við og fer ekkert á milli mála. „Það er alveg á hreinu að fiskadauðinn verður ekki fyrr en föstudaginn 14. júlí. Þá er tilkynnt um atburð 13. júlí, einhvers konar froða, ekki víst að sá atburður hafi drepið fiskana. Þeir gætu hafa drepist 13. júlí.“ Þetta er því nokkur ráðgáta sem Árni og þau hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis standa frammi fyrir.
Tengdar fréttir Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30